Auður í gryfjunni

Listakonan Auður Ómarsdóttir, bíður almenningi að taka þátt í sköpunarferli listmálarans í gryfjunni í Ásmundarsal fram að mánaðarmótum, með gjörningnum; Kallað er eftir tillögum að málverkum! Það er hattur á kaffihúsinu í safninu þar sem gestir geta komið með tillögur að málverki, síðan getur almenningur líka komið með tillögur á Instagram síðu safnsins. ,,Það sem hefur komið mér mest á óvart hve margar tillögur hingað til, snúa að hestum og kúrekum, jú líka að ég geri sjálfsmyndir.“ Segir listakonan, sem lítur á þversögnina sem frumafl í sinni listsköpun. Auður sem vinnur alla jafna myndlist sína í blönduðum miðlum; í málverki, skúlptúr, ljósmyndum og teikningum. Afraksturinn af þessu sjálfskaparvíti í gryfjunni endar síðan á málverkasýningu í kaffihúsi Ásmundarsals 3 til 6 febrúar, sem hluti af Vetrarhátíð. 

Auður Ómarsdóttir í Gryfjunni, Ásmundarsal.

Lokahönd á málverk af leikaranum Willem Dafoe

 

Reykjavík 21/01/2022  12:34 / 12:58 : A7R IV – A7R III : FE 2.8/90mm G / FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson