Aurora borealis

Eitt það magnaðasta að upplifa í náttúrunni eru norðurljós, aurora borealis. Þessi náttúrulegu ljós í 100 km hæð verða til þegar rafhlaðnar agnir frá sólinni rekast á atóm og sameindir í lofthjúpi jarðar. Ísland leggur á norðurljósabeltinu sem liggur umhverfis norðurheimskautið, í um 2000 til 3000 km fjarlægt frá segulskautinu. En hvernig og hvar sér maður og myndar norðurljós. Það er samspil margra þátta. Fyrst og mikilvægast að það séu yfirleitt norðurljós í gangi. Veðurstofa Íslands er með góða norðurljósaspá (á ensku og íslensku) um mögulega virkni. Síðan þarf auðvitað að vera heiðskírt, og ef allt þetta stemmir, þá er að koma sér á góðan stað, fjarri byggð, ljósmengun. Síðan er bara að bíða, með góðan þrífót, góða myndavél og linsu sem grípur augnablikið þegar það loksins kemur. Já bestu myndirnar verða síðan til með örlítilli heppni, því norðurljósunum er og verður ekki stjórnað. Norðurljósin eru ótengd jarðnesku veðri, en þau sjást auðvitað ekki á sumrin, þegar næturnar eru bjartar. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er lítil virkni næstu daga. 

Lónssveit, Austur-Skaftafellssýslu

Öxarárfoss, Þingvöllum

 

Þingvellir

Brúarárfoss, Biskupstungum

 

Ísland 2018/2022 : RX1R II, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 2.0/28mm G

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson