B S Í 

Við Hringbraut er BSÍ samgöngumiðstöð höfuðborgarinnar. Hús sem byggt var fyrir tæpum 60 árum, árið 1965, og er fyrir löngu orðið allt allt of lítið. Og viðhaldi ekki sinnt. Ekki boðlegt sem fyrsti viðkomustaður ferðamanna til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli. Enda hafa allir stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, árum saman verið með tillögur um úrbætur, því það eru endalausir möguleikar á stórri lóð BSÍ við eina af stærstu umferðaræð höfuðborgarinnar Hringbraut. En ekkert hefur gerst, þrátt fyrir margföldun á ferðamönnum til og frá landinu síðustu ár. Icelandic Times / Land & Saga skrapp niður á Umferðamiðstöðina, BSÍ, og naut þess að sjá og heyra öll helstu tungumál jarðar. Við og í húsi sem má muna sinn fífill fegri.

Endalaus straumur til og frá BSÍ

Velkominn til Íslands

Beðið eftir næstu ferð á samgöngumiðstöðinni

Er langt á Gullfoss frá BSÍ?

Sænskar ætluðu að ganga á hótelið, enda stutt, bara 12 mín gangur frá BSÍ í miðbæinn

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

26/02/2023 : RX1RII : 2.0/35mm Z