Sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggðar gerir ráð fyr­ir risa-ferðaþjón­ustu­verk­efni í landi Efri-Reykja í end­ur­skoðun á aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins en þró­un­ar­fé­lagið Reyk­ir ehf. ætl­ar að reisa þar 100 her­bergja hót­el ásamt tvö þúsund fer­metra baðlóni á svæðinu.

Blá­skóga­byggðar

Um er að ræða tvö þúsund fermetra baðlón/laug í landi Efri-Reykja, rétt við Brúará, Reykjaveg og Laugarvatnsveg, ásamt þjónustubyggingu og 100 herbergja hóteli, aðstöðuhúsi fyrir starfsmenn og möguleika á stækkun hótelsins.  Þjónustubyggingin yrði 3.500-4.000 fermetrar, hótelið 5.500-6.000 fermetrar og stækkunarmöguleikar á 3.000-4.000 fermetrum. Aðstöðuhús fyrir starfsmenn yrði 400-500 fermetrar að flatarmáli, ef af þeim framkvæmdum verður.

Efri-Reykjum

Verkís hefur aðstoðað þróunarfélagið Reyki ehf., við undirbúning og útfærslu verkefnisins en ráðgjöfin snýr bæði að tæknilegum úrlausnum og greiningu kostnaðar.

Arkitekt er Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum.

Hér má sjá myndir af verkefninu: