Bæjarmynd í Hafnarborg
Sumardaginn fyrsta, 23. apríl kl. 17

 Petur og Snorri - Flensborgarhofn

Á sumardaginn fyrsta býður Hafnarborg gesti velkomna í safnverslun sína þar sem Hafnarfjarðarbær verður til sýnis í fallegum búningi þeirra Snorra Þórs Tryggvasonar og Péturs Stefánssonar. Þeir eru höfundar afar vandaðs handteiknaðs korts af miðbæ Hafnarfjarðar. Kortið sýnir hús, gróður og landslag í bænum og samanstendur af 30 vatnslituðum myndum sem unnar voru á sex mánaða tímabili. Þessar upprunalegu vatnslitamyndir verða nú til sýnis og sölu í safnverslun Hafnarborgar í samstarfi við Spark hönnunargallerí frá 23. apríl – 18. júní.

Snorri Þór og Pétur kynntust í Listaháskóla Íslands þar sem þeir stunduðu nám í arkitektúr. Þeir byrjuðu að vinna saman að kortagerð þegar þeir voru enn í námi og unnu ásamt fleirum handteiknað kort af Reykjavík sem fyrirtækið Borgarmynd hefur gefið út. Árið 2013 fékk Hafnarfjarðarbær þá Snorra og Pétur til að teikna kort af miðbæ Hafnarfjarðar.

Bæjarmynd er viðburður á dagskrá menningarhátíðar Hafnarfjarðar, Bjartir dagar, sem haldin er dagana 22. – 26. apríl. Nánar um dagskrána hér.

 

Nánari upplýsingar veita:
Áslaug Friðjónsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarborgar, s. 585 5790 og
Sigríður Sigurjónsdóttir, eigandi Spark hönnunargallerís, s. 552 2656