• Íslenska

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 70 íbúða með bílakjallara fyrir almennan makrað við Hverfisgötu 85-93 á svokölluðum Barónsreit. Atvinnustarfsemi verður á jarðhæðum og eru allar íbúðirnar frekar í minni kantinum eða um 60 m2. 

Sturla Geirsson hjá Rauðsvík ehf., sem stendur fyrir framkvæmdunum, segir að þeim miði vel áfram og eigi að ljúka vorið 2019. 

„Við sjáum aðallega fyrir okkur yngra fólk, einstaklinga eða þá sem vilja búa í miðborginni,“ segir Sturla aðspurður um markhópinn fyrir þessar íbúðir.