Besti tíminn

Frá miðjum september, og fram í byrjun október, er besti tíminn til að að heimsækja Þingvallavatn. Vatnið sem er næst stærsta stöðuvatn landsins, og við norðurenda vatnsins er fyrsti þjóðgarður okkar íslendinga, stofnaður árið 1928. En eins og segir á heimasíðu Þjóðgarðsins á Þingvöllum; Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Þar var Alþingi stofnað árið 930… Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar… (eins og kristnitakan árið 1000 og sjálfstæði Íslands árið 1944). Þingvellir eru í dag friðlýstur helgistaður Íslendinga. Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna árið 2004. Icelandic Times / Land & Saga skrapp á Þingvelli í góða veðrinu í dag. Það eru einungis 50 km / 30 mi frá Reykjavík og austur á Þingvelli. 

Horft frá Rauðuflög norður, yfir Þingvallavatn, Skaldbreiður í bakgrunni

Vegur 360, frá Símonarbrekku að Háahrygg og Hengli

Peningagjá

Frá Valhöll , horft suður yfir Þingvallavatn

Þingvallakirkja og bær

Horft af Hakinu, Almannagjá til vinstri, Þingvallabærinn til hægri og síðan yfir Þingvallahraun.

Öxará fremst, síðan Þingvallaskógur og hraun, Skjaldbreiður í fjærst

Búrfell í bakgrunni, í forgrunni haustlitir og sést glitta í Öxarárfoss

Árnessýsla 14/09/2022 : A7R IV, A7R III, A7C – FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/135mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson