Bestu myndir ársins 2019

Bestu myndir ársins 2019
Sýningarspjall seinni hluti – Föstudagsflétta Ljósmyndasafnsins
Nú er komið að seinni hluta umfjöllunar um verðlaunamyndir ársins 2019. Þrír af þeim ljósmyndurum sem
hlutu verðlaun fyrir Mynd ársins 2019 kynna myndir sínar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur kl. 12:10,
föstudaginn 29. maí.
Að þessu sinni verða það þau Eggert Jóhannesson sem hlaut verðlaun fyrir umhverfismynd ársins; Heiða
Helgadóttir fyrir bestu mynd í flokknum daglegt líf og besta portrettmynd ársins; og Sigtryggur Ari
Jóhannsson fyrir fréttamynd ársins.
Nú stendur yfir sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands Myndir ársins 2019 á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar
má sjá 96 myndir frá liðnu ári sem valdar voru af óháðri dómnefnd úr yfir 800 innsendum myndum íslenskra
blaðaljósmyndara.
Viðburðurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir og honum verður streymt á facebbook síðu safnsins.
Til að fylgja tveggja metra reglunni takmarkast fjöldi gesta við 20, fyrstir koma fyrstir fá. Aðgangur ókeypis.
Sýningin stendur til 30. maí og hægt er að nálgast bók með öllum myndum sýningarinnar í safnbúð
Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
Föstudagsfléttan er viðburðaröð Borgarsögusafns þar sem fjölbreyttum sjónarhornum er fléttað saman við
sýningar og starfsemi safnsins.
Umsagnir dómnefndar um vinningsmyndir þeirra þriggja:
Umhverfismynd ársins, Eggert Jóhannesson, Landhelgisgæslan – ískönnunarleiðangur FT SIF
„Tignarlegur ísjaki sem flýtur um í þokunni gefur okkur tilfinningu fyrir því sem er að tapast en einnig fyrir
styrk og mikilfengleika náttúrunnar,“
Daglegt líf mynd ársins, Heiða Helgadóttir. Mynd af Ragnari Emilssyni.
„Tímalaus mynd sem sýnir kuldalegan veruleika íslenskra smábátasjómanna,“
Portrettmynd ársins, Heiða Helgadóttir. Mynd af Sif Baldursdóttur.
„Táknrænt og marglaga portrett. Vel innrömmuð sem leyfir áhorfandanum að upplifa og túlka sjálfur.“
Fréttamynd ársins, Sigtryggur Ari Jóhannsson, skólafólk mótmælir aðgerðaleysi í loftslagsmálum
„Myndin fangar það málefni sem hefur einna mest verið í umræðunni á Íslandi og heiminum öllum.
Skilaboðin koma skýrt fram í myndinni og sýna að ungt fólk lítur til framtíðar.“
Nánari upplýsingar um Blaðaljósmyndarafélag Íslands er að finna á https://pressphotois.squarespace.com/