Það er fernt sem stendur upp úr, eftir eftir leiðtogafund Evrópuráðsins segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. ,, Í fyrsta lagi er fullum stuðningi heitið við Úkraínu.“ en fundinn sóttu 42 þjóðarleiðtogar evrópuríkjanna 45, semsagt nær allir. ,, Í öðru lagi að stofnaður verði alþjóðadómstóll til að skrá niður það tjón sem Rússar valda úkraínsku þjóðinni, til krafna síðarmeir um stríðsskaðabætur. Síðan var samþykkt stefnumarkandi yfirlýsing um lýðræðisleg gild, því lýðræði er forsenda til að tryggja frið, farsæld og frelsi í álfunni Síðan var yfirlýsing um skýlausa kröfu um hreint loft, að vinna að heilnæmara umhverfi fyrir okkur evrópubúa. Að lokum var samþykkt ályktun að öll ríki álfunnar virði niðurstöðu dóma Mannréttindadómstólsins.“
Icelandic Times / Land og Saga var ekki bara í Hörpu, heldur tók líka púlsinn í höfuðborginni. Enda gekk fundurinn framar vonum, engir hnökrar, þrátt fyrir allan þennan fjölda fulltrúa og forseta sem sóttu landið heim.

Lokafundurinn í Hörpu

Gestgjafarnir, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra

Finnarnir mæta til leiks í Hörpu fyrir klukkan átta um morguninn

Auðvitað tekur maður selfie á leið á svona mikilvægan fund í morgun. Ein reglíf meðferðis, fyrir þjóðhöfðingjan

Geirsgatan, næst Hörpu, auðvitað lokuð, eins og allur miðbærinn

Sólaeyjargata í hjarta Reykjavíkur, allt lokað

Allt lokað, Lækjargata, Harpa við enda götunnar til vinstri
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 17/05/2023 : A7R IV, A7C : FE 1.2/50mm GM, FE 2.5/40mm G