Björt borgin sefur

Björt borgin sefur

Það er svo yndislegt að rölta um miðbæ Reykjavíkur um miðnætti, þegar borgin sofnuð. Það er bjart, og stöku sinnum er kyrrðin rofin af fuglasöng, eða faratæki í fjarska. Icelandic Times / Land og Saga fór á stúfana í nótt, til að fanga þessa stemningu sem er engri lík, á bjartri sumarnótt.

Tveir þriðju íbúa Íslands búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu eða 232.280 manns. Stærsta þéttbýlissvæði utan höfuðborgarinnar, er Keflavík – Njarðvík, og Akureyrarsvæðið á norðurlandi er í þriðja sæti bæði með um 20.000 íbúa.

Klukkan 23:26, horft upp Skólavörðustíginn að Hallgrímskirkju. Veitingastaðurinn Krua Thai er á gatnamótunum á vinstri hönd.

 

Klukkan 23:31, horft niður og vestur Laugavegi að Bankastræti og Kvosinni
Klukkan 00:10 garður með listaverki á Bjargarstíg
Klukkan 00:03 fallegt hús við Bergstaðastræti rétt um miðnætti

 

Klukkan 00:28 upplýstur kamar í Hljómskálagarðinum, einn af örfáum slíkum í höfuðborginni

Reykjavík 27-28/06/2022 : 23:26 – 00:28 : A7RIV : FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson