Hjörleifshöfði

Blátt land lúpínunnar 

Blátt land lúpínunnar 

Það eru mjög skiptar skoðanir um Alaskalúpínuna á Íslandi sem þekur um 315 ferkílómetra, eða 0,3% af Íslandi. Alaskalúpína sem fyrst og fremst er notuð til landgræðslu, og litar landið blátt á þessum árstíma, en sumum finnst plantan bæði ágeng og óíslensk í náttúrunni. Alaskalúpínan kemur hingað árið 1945, en Hákon Bjarnason þáverandi skógræktarstjóri safnaði fræjum við Collage-fjörð á vesturströnd Alaska og flutti til Íslands. Var lúpínan prófuð á ólíkum svæðum, við ólík skilyrði um allt land, sem gáfu góða raun. Síðan hefur lúpína verið ein af aðaltegundum Landgræðslunnar að græða upp landið. Kjörlendi lúpínu eru melar, áreyrar og mólendi. Hún er dugleg að koma sér á legg þar sem lítill gróður er fyrir og græðir þannig upp ógróin svæði en getur einnig dreift sér inn í gróin svæði og eytt úr þeim öllum öðrum gróðri. Alaskalúpína skilur eftir sig mjög næringarríkan jarðveg. Á sumum stöðum hörfar hún undan öðrum tegundum eftir fimmtán til tuttugu ár, en á öðrum viðheldur hún miklum þéttleika eftir langan tíma.

Alaskalúpínubreiður í Mosfellssveit
Í Hallormstaðarskógi í Fljótsdal, glittir Lagarfljót í kvöldsólinni.
Alaskalúpínuakur á Mýrdalssandi. Hjörleifshöfði uppljómaður í miðnætursólinni

 

Mosfellsbær 09/06/2022  12:17  Hallormsstaður 06/07/2021 Hjörleifshöfði 27/06/2020 : A7R IV – RX1R II : FE 1.8/14mm GM – FE 1.8/20mm G – 2.0/35mm Z

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson