Blessuð birtan

Eftir að hafa unnið sem ljósmyndari í 39 ár, er ég engu nær hvað sé góð ljósmynd. Það lærist… eða aldrei. En eitt veit ég þó með vissu, að ljósaskiptin á Íslandi eru fallegust á þessum árstíma. Ef maður er stálheppinn, þá fær maður norðurljós í bónus eftir að orðið er dimmt eftir litfagurt sólarlag. Það er engin galdur við þessa mynd, nema að vera á réttum stað á réttum tíma… með góðan þrífót. Linsan er 35mm á FF vél, lýsingartíminn var 3.2 sek, ljósopið F4.5, ISO var stillt á 100. Einfaldara getur það ekki verið.

Holtsós undir Eyjafjöllum. Magnaður staður sem er aldrei eins. 

Rangárvallasýsla 30/10/2021 18:29 – RX1R II : 2.0/35mm Z

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson