Blómleg sveit með mikla sögu

Fossin Glymur,hæsti fossá Íslandi

Hvalfjarðarsveit er blómleg sveit sem nær frá Hvalfjarðarbotni í austri, Skoradal í norðri og Borgarfjarðarbrú í vestri, Akranesi í suðri. Landslagið er æði fjölbreytt. Þar er allmikið undirlendi en einnig snarbrattar hlíðar formfagurra fjalla og vogskornar og lífauðugar strendur. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar óþrjótandi til að njóta frábærrar útiveru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Þar er fossinn Glymur, hæsti foss á Íslandi og hægt að ganga inn að Botnssúlum. Þá er Hvalfjarðarsveit rík af fjölbreyttri sögu, allt frá landnámi og má ennþá skoða minjar hinna ýmsu hluta hennar í firðinum.

Hvalfjardarsveit 097Hvalfjarðarsveit er landbúnaðarhérað en einnig er öflugt athafnasvæði við Grundartanga,“ segir sveitarstjórinn, Laufey Jóhannsdóttir. „Flestir íbúar búa í dreifbýli en þó eru þéttbýliskjarnar í Melahverfi, Hlíðarbæ og á Innesi.“ Í sveitarfélaginu eru tæplega sjö hundruð íbúar á landsvæði sem er 494 ferkílómetrar að stærð. Þar er leikskólinn Skýjaborg sem rúmar fjörutíu börn og Heiðarskóli, grunnskóli sveitarfélagsins, með um hundrað nemendur.

Aðspurð hvað ferðamenn geri sér til dundurs, segir Laufey: „Ferðamenn koma hér fyrst og fremst til að njóta náttúrufegurðar. Þeir fara hér gríðarlega mikið í göngur, koma í Hvalfjarðarsveit og veiða, bæði í ám og vötnum. Hingað koma þeir til að njóta útivistar og eru á tjaldsvæðum, auk þess sem að í sveitarfélaginu eru á milli sex og sjö hundruð sumarhús.“

Helsta veiðiáin er að sjálfsögðu Laxá í Leirársveit. Síðan eru minni sinlungsveiðiár og ekki skal gleyma öllum vötnunum í Svínadalnum, við Draga. Þar er mest veitt í Geitafellsvatni, Þórisstaðavatni og Eyrarvatni sem oft eru kölluð vötnin þrjú í Svínadal.
 
Laufey segir mikla og fjölbreytta gistimöguleika í Hvalfjarðarsveit. „Þar ber fyrst að nefna Hótel Glym sem er staðsett norðan megin fjarðarins, upp af Saurbæjarkirkju, en auk þess eru bændagisting og gistiskálar um alla sveitina. Það eru engin tjaldstæði á vegum sveitarfélagsins en það eru tjaldstæði á Þórisstöðum og svo hafa félagasamtök notað tjaldstæðið á Hlöðum.“