Bók & bækur

Bók & bækur

 Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Laugardalsvelli

Bækur og bókmenntir eru ær og kýr í íslenskri menningu. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda er nú undir stúkunni á Laugardalsvelli, eins og mörg undanfarin ár. Markaðurinn sem er árviss viðburður í dagatali bókaáhugafólks, stendur til 12. mars. Þarna er hægt að finna nýjar og eldri bækur á frábærum kjörum. Enda, þegar Icelandic Times / Land & Saga átti þar leið um í dag var stappað af fólki, að leita og kaupa upp gersemar á góðu verði, krimma og barnabækur. Líka eldri ævisögur, matreiðslubækur, landslags Íslands og allt þar á á milli. Úrvalið er ótrúlegt. Sem sýnir svart á hvítu að við gefum ekki bara út bækur, fólk kemur og kaupir.

 Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Laugardalsvelli
 Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Laugardalsvelli
 Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Laugardalsvelli
 Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Laugardalsvelli

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

03/03/2023 : A7C, RX1R II : 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G