Bókmenntaborgin Reykjavík

Bókmenntaborgin Reykjavík

Það var árið 2011, sem Reykjavík varð fimmta borgin í heiminum til að hljóta titilinn Bókmenntaborg UNESCO, Menningarstofnunar S.Þ. Í Kvosinni í miðri Reykjavík rekur Reykjavíkurborg menningarhús, kennt við skáldið Benedikt Gröndal (1826-1907) sem bjó í húsinu i síðustu 20 ár ævi sinnar. Benedikt Gröndal var stórhugi á sínum tíma, skáld, náttúrufræðingur, myndlistarmaður og kennari og mjög framtakssamur um mótun og þróun Reykjavíkur sem höfuðborg Íslands. Mikilvægi hans í íslenskri menningar og bókmenntasögu er ótvírætt. Gröndalshúsið var upphaflega byggt að Vesturgötu 16b. af Sigurði Jónssyni járnsmið, úr timbri sem kemur úr strandi skipsins Jamestown, sem strandaði í Höfnum á Reykjanesi vorið 1881, fulllestað af timbri. Húsið ber nokkuð form að þeim efnivið sem var til taks, á þessum tíma. Reykjavíkurborg fékk Minjavernd til að endurbyggja húsið, á nýjum stað í Grjótaþorpinu og nýta það fyrir menningarstarfsemi tengdri Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Því verki var klárað 2017, og er þar nú til húsa vinnustofur fyrir erlenda og innlenda listamenn, auk sals, þar sem ýmsar uppákomur tengdar bókmenntum og öðrum listum fer fram.

Gröndalshúsið, fallega rauðmálað í miðju Grótaþorpinu

 

Skilti á ensku og íslensku er fyrir framan húsið

 

Reykjavík 27/07/2022 : A7C : FE 1.4/24mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson