Borðeyri Village, Hrútafjörður, Westfjords, Iceland

Borðeyri

Borðeyri stendur við Hrútafjörð sem er lengsti fjörðurinn við Húnaflóa. Hrútafjörður sker Stranda og Vestur-Húnavatnssýslur. Borðeyri tilheyrir Bæjarhrepp sem afmarkast af Borgarbyggð í suðri, Húnaþingi vestra í austri, Dalabyggð í vestri og Strandabyggð í norðri.

Borðeyri Village, Hrútafjörður, Westfjords, Iceland
Borðeyri Village, Hrútafjörður, Westfjords, Iceland

Borðeyri fékk verslunarréttindi árið 1846 og þar var samfelld verslun til ársins 2008. Lengst af starfrækti Kaupfélag Hrútfirðinga verslun og sláturhús á Borðeyri.

Á tímum sauðútflutningsins og Vesturferðana var Borðeyri mikilvæg útskipunarhöfn og var sá staður á landinu þar sem flestir vesturfarar fóru um borð í skip.

Í dag er starfræktur grunnskóli, leikskóli, tjaldstæði, gistihús,  bifreiðaverkstæði og girðingarfyrirtæki á staðnum.
www.bordeyri.is