Borg í borg

Á Laugavegi, rétt fyrir ofan Hlemm í miðborginni er nú verið að taka niður iðnaðarhúsnæði byggt um og upp úr seinna stríði. Byggingar sem hýstu lyklasmið, smurbrauðstofu og hluta af einu stærsta bifreiðaumboði á Íslandi, Heklu. Enda er svæðið, kennt við fyrirtækið. Á Heklureitnum á horni Nóatúns og Laugarvegar munu rísa 445 íbúðir á næstu þremur árum. Íbúðirnar verða bæði hagkvæmar og smáar og stórar og dýrar, og allt þar á milli,  með góðu útsýni norður yfir sundin blá. Icelandic Times / Land & Saga kíkti á framkvæmdirnar, enda óvenjulega stór íbúðarframkvæmd svona nærri miðbænum. 

Hætta á Heklureitnum

Vinna við að brjóta niður, til að byggja upp

Spurning hvort hurðin sé læst

Miklar framkvæmdir í gangi enda munu tæplega 450 íbúðir verða byggðar hér á Heklureitnum

Svona lítur svæðið við Laugaveg eftir þrjú ár

Hornið þar sem Nóatún og Laugavegur mætast 2026

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson  Reykjavík 26/04/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z