Breiðablik, í hópi þeirra bestu

Agla María Albertsdóttir (grænklædd) sést hér sóla Klöru Kovacevic, enn Agla María var kosin besti leikmaður leiksins að leik loknum.

Breiðablik sigraði Osijek frá Króatíu 3-0 í gærkvöldi og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem er frábær árangur. Mörk Breiðabliks skoruðu Taylor Marie Ziemer og Hildur Antonsdóttir í fyrri hálfleik, og Agla María Albertsdóttir í þeim seinni. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Króatíu. Breiðablik verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í næstu viku, með Lyon, Arsenal og Wolfsburg, allt stórlið. Agla María sagði eftir leik að draumurinn væri að mæta Barcelona, besta kvennaliði heims í riðlakeppninni sem stendur fram í desember.

 

Kópavogur 09/09/2021 18:24 : A7R IV / FE 5.6/200-600 G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson