Breytingar á Sjóminjasafninu í Reykjavík


Nú standa yfir miklar framkvæmdir í Sjóminjasafninu í Reykjavík en búið er að taka niður fastasýningu safnsins til margra ára til að rýma fyrir nýrri. Af þeim sökum verður safnið lokað frá 24. desember 2017- febrúar 2018. Nýi veitingastaður safnsins Messinn verður þó opinn allan tímann.
Safnið opnar á ný í mars með neðansjávarsýningu á neðri hæðinni. Í júní 2018 verður svo opnuð ný og glæsileg fastasýning á efri hæðinni.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum sem þetta kann að valda.