Brot í Kópavogi

Brot í Kópavogi

Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur nú yfir sýningin Að rekja brot, sýning sem er styrkt af Nordic Culture Fund, undir sýningarstjórn Daríu Sól Andrews. Þetta er samsýning listamanna frá Íslandi, Mexikó, Pakistan, Bandaríkjunum, Grænlandi, Danmörku, Noregi, Nígeríu og Finnlandi; Þeim, Kathy Clark, Frida Orupabo, Abdullah Qureshi, Sasha Huber, Hugo Llanes, og Inuuteq Storch.  Á afar ólíkan máta skoða þau hvernig þjóðerni tengist sjálfsmyndinni, að hvaðan við komum sé uppspretta persónuleikans. Verkin þeirra eiga það sameiginlegt að rannsaka flókna sögu nýlendu- og kynþáttaofbeldis, gagnrýna og endurskrifa frásagnir um kúgun og eignarnám og endurheimta hugtök eins og yfirvald og fórnarlamb, eins og Gerðarsafn kynnir sýninguna. Sýningin er heillandi, mjög ólíkir heimar… sem renna saman í eina heild. 

Frá sýningunni, Að rekja brot í Gerðarsafni
Frá sýningunni, Að rekja brot í Gerðarsafni
Frá sýningunni, Að rekja brot í Gerðarsafni
Frá sýningunni, Að rekja brot í Gerðarsafni
Frá sýningunni, Að rekja brot í Gerðarsafni

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

08/02/2023 : A7C : FE 1.8/20mm G