Bullandi bjartsýni á Vestnorden

Vestnorden, sem Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA) standa að, er samstarfsvettvangur vinaþjóðanna, Íslands, Færeyja og Grænlans á sviði ferðamála. Í ár fer kaupstefnan fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Í opnunar og kynningarræðum frá fulltrúum þjóðanna, þegar ráðstefnan var sett í morgun, kom fram mikil bjartsýni í ferðaþjónustu landanna þriggja. Enda hafa þessi lönd svo ótrúlega margt og fjölbreytt uppá að bjóða. Ótrúlega fjölbreytta náttúru sem alltaf kemur á óvart. Góða gistimöguleika, mat á heimsmælihvarða, og fjölbreytt og fagurt mannlíf.

Fyrir utan Hljómahöllina stóð þetta stóra íslenska farartæki, sérhannað til að flytja ferðamenn um framandi og erfiðar slóðir. Fyrstu þrír bílarnir, sem nú eru í framleiðslu eru pantaðir til Grænlands.

 

Inni á kaupstefnunni horfa meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar á gesti og gangandi. Hljómahöllinn í Keflavík hýsir Rokksafn Íslands þegar þar eru ekki ráðstefnur.

 

Reykjanesbær  05/10/2021 10:10 / 10:55 – A7R IV : FE 1.4/24 GM / FE 1.2/50 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson