Dagbókarbrot

Dagbókarbrot

Ljósmyndarinn og mennigarrritsjóri Morgunblaðsins Einar Falur Ingólfsson, var að opna ljósmyndasýninguna Um tíma – Dagbók tuttugu mánaða á Berg Contemporary á Klapparstíg. Einar Falur hefur unnið undanfarin áratug, jafnvel lengur með langtíma- ljósmyndaverkefni. Sýninging nú tekur okkur í framandi ferðalag um Egyptaland, Ítalíu, Indland og auðvitað Ísland.  Best kynnumst við Rjóðrinu, með tuttugu myndum, tekna á tuttugu mánuðum frá janúar 2018 og til ágúst mánaðar 2020, sem fylla heilan vegg. ,, Því að tíminn er marglaga hringrás; við göngum um götur Kolkata með minningu frá Egilsstaðaflugvelli innra með okkur og ökum um Fellsströnd á meðan fyrir hugskotsjónum blasa tröppur í hofi í Varanasi.” Eins og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson segir svo snjallt í sýningarskrá sýningarinnar.

Einar Falur Ingólfsson hefur haldið ljósmyndasýningar ekki bara hér heima, heldur líka beggja vegna Atlantshafsins.

 

Einar Falur á sýningu sinni í Berg Contemporary á Klapparstígnum. 

 

Reykjavík 17/01/2022  13:18 & 13:24 : A7R IV & A7C : FE 1.4/24mm GM & FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson