Dagskrá Hafnarborgar á Vetrarhátíð 2021

4. – 7. febrúar
Hlustað á listaverk – Gönguferð um útilistaverk í miðbæ Hafnarfjarðar.
Útivera, hreyfing, myndlist og bókmenntir sameinast í göngutúr sem er alla jafna hressandi, fræðandi og nærandi. Gönguleið í miðbæ Hafnarfjarðar leiðir fólk á milli valinna útilistaverka sem merkt eru með snjallkóða. Þegar sími er borinn upp að kóðanum birtast upplýsingar um listaverkið ásamt stuttu innslagi úr bókmenntaheiminum sem tengist listaverkinu beint eða óbeint. Nánari upplýsingar og kort af gönguleiðinni má finna á facebook síðu Hafnarborgar og www.hafnarborg.is

Föstudagur 5. febrúar  kl. 18
Síðdegistónar -Svavar Knútur og hljómsveit.
Söngvaskáldið Svavar Knútur kemur fram ásamt hljómsveit sem skipa þau Ingibjörg Elsa Turchi á bassa, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og Andrés Þór á gítar.  Á efniskránni verður sannkölluð söngvaskáldaveisla en mun hljómsveitin leika mörg af helstu lögum Svavars sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarið. Uppselt er fyrir áhorfendur í sal en tónleikunum verður streymt beint í gegnum heimasíðu safnsins og facebook.

Laugardagur 6. Febrúar kl. 14-16
Mitt eigið útilistaverk – Úti-listasmiðja
Hafnarborg fjölskyldum að koma og taka þátt í skapandi útilistasmiðju. Í smiðjunni verður unnið með opinn efnivið og eru þátttakendur hvattir til að gera tilraunir og skapa sitt eigið útilistaverk stór og smá. Þátttaka í smiðjunni er gestum að kostnaðarlausu og allt efni sem til þarf til sköpunarinnar verður á staðnum. Smiðjan fer fram á útisvæðinu fyrir utan Hafnarborg og eru þátttakendur hvattir til að klæða sig eftir veðri. Nánari upplýsingar má finna á facebook síðu Hafnarborgar og www.hafnarborg.is