• Íslenska

Árbæjarsafn
fimmtudagur 18. júlí 2019 kl. 14-15

Að venju munu íslenskir fjárhundar heimsækja safnið 18. júlí á Degi íslenska fjárhundsins. Stefanía Sigurðardóttir, formaður Deildar íslenska fjárhundsins mun kynna sögu þjóðarhundsins, lýsa eiginleikum hans og fjalla um feldliti þeirra. Kynningin fer fram kl. 14 og munu hundarnir ásamt eigendum þeirra vera á safninu til kl. 15 og heilsa upp á gesti safnsins. Hundarnir eru ljúfir og spakir og óhætt er að klappa þeim með leyfi eigenda.
Aðeins hundar sem taka þátt í kynningunni munu fá aðgang að safninu.
Í haga er jafnframt að finna hesta, kindur og lömb og í Dillonshúsi verður heitt á könnunni og heimilislegar veitingar.
Safnið er opið frá kl. 10 –17 en dagskráin hefst kl. 14.
Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa.
Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni, eitt safn á fimm frábærum stöðum.