DALÍ, Beebee and the Bluebirds og JANA

DALÍ, Beebee and the Bluebirds og JANA koma fram á sjöundu tónleikum KEX og KÍTÓN

Djass- og blússkotin stemmning í Gym & Tonic á KEX Hostel

Sjöundu tónleikarnir í tónleikaröðinni KEX+KÍTÓN í samstarfi við Arion banka verða haldnir í Gym & Tonic á KEX Hostel á miðvikudaginn, 16. nóvember, þar sem fram koma tónlistarkonurnar Beebee & the Bluebirds, JANA og hljómsveitin DALÍ.16-kex-kiton-land-og-saga

Beebee and the Bluebirds er hugarfóstur gítarleikarans, lagahöfundarins og söngkonunnar Brynhildar Oddsdóttur. Brynhildur er með gráður í tónsmíðum og klassískum söng. Hún stofnaði sveitina til þess að taka þátt í Blúshátíð Reykjavíkur árið 2010 og gaf út breiðskífuna Burning Heart árið 2014. Í tónsmíðum blandar hún saman spuna, jazz og blús og hafa lög af breiðskífu hennar fengið töluverða spilun á Rás 2. Brynhildur hefur m.a. spilað með íslensku tónlistarfólki á borð við Bubba Morthens, Birni Thoroddsen og Grétu Salóme og alþjóðlegum kanónum á borð við Al Di Meola og Robben Ford.

DALÍ er hljómsveit sem stofnuð var af söngkonunni og bassaleikaranum Erlu Stefánsdóttur árið 2014. Erla blandar saman áhrifum úr ólíkum áttum og meðal áhrifavalda eru m.a. tónlistarkonan Joni Mitchell og hljómsveitin Primus. DALÍ hefur verið iðin við tónleikahald og hefur m.a. komið fram á hátíðum á borð við Iceland Airwaves, Secret Solstice og Gæran.
https://www.dalimusic.net/16-jana-kiton-land-og-saga

JANA er sólóverkefni tónlistarkonunnar Jönu Maríu. Jana er einnig leikkona og hefur verið að skapa list frá 12 ára aldri. Hún lærði klassískan söng ung og hefur verið að vinna í söngleikhúsi og óperum samhliða því að flytja jazz, popp- og þjóðlagatónlist. Hljóðheimur Jönu er metnaðarfullur og spannar kunnuleg áhrif frá Duke Ellington, Ella Fitzgerald, Portishead og Feist.

https://www.janasound.com/

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.

Aðgangseyrir er 1500 krónur og er rukkað inn við hurð.

Nánar um KEX og KÍTÓN

KEX Hostel hefur frá opnun 2011 lagt mikla áherslu á lifandi tónlist og hefur fjöldi íslenskra og
erlendra tónlistamanna komið fram á KEX. Samstarfið með KÍTÓN – konur í tónlist undirstrikar og
styrkir enn frekar tengsl KEX Hostel við fjölda listamanna og það er svo sannarlega mikið gleðiefni
að tengjast KÍTÓN og munu KEX, KÍTÓN og Arion banki bjóða uppá mánaðarlega tónleika undir yfirskriftinni KEX+KÍTÓN.

16-dali-kiton-land-og-sagaKÍTÓN stendur fyrir konur í tónlist og er tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Þeim tilgangi er náð með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tónlistarkonur á Íslandi. Samstarf KÍTÓN við KEX Hostel og Arion bBanka rennur enn fremur stoðum undir það góða starf sem KÍTÓN er að vinna.

Með tilstuðlan KÍTÓN er umræðan um stöðu kvenkyns laga- og textahöfunda jafnt sem flytjenda orðin fyrirferðameiri en hún hefur verið undanfarna áratugi. Félagið fer þvert á allar tónlistarstefnur, strauma, bakgrunn, menntun og jafnvel má sjá konur í félaginu sem starfa við tónlist sem umboðsmenn eða hafa atbeini eða starfa af tónlistargeiranum. Félagið fer ört stækkandi og eru nú um 246 félagskonur skráðar.

Myndbönd frá fyrri tónleikum úr tónleikaröðinni:

Sísý Ey og Milkywhale: https://www.youtube.com/watch?v=wHbqQpBDaOI
Soffía Björg og Boogie Trouble: https://www.youtube.com/watch?v=1ALCdQCHjUs
Glowie og Lily The Kid: https://www.youtube.com/watch?v=QLUVYcD-Hk4
Hildur, Sóley og Þórunn Antonía: https://www.youtube.com/watch?v=ODdqg8TM-oU

Myndband KÍTON fyrir vitundarvakningu um Sterkar Stelpur