Eina basilikan í Norður Evrópu

Dómkirkja Krists Konungs í Landakoti í Reykjavík, byggð á árunum 1927 til 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, er eina kaþólska basilikan (höfuðkirkja) á öllum Norðurlöndunum. Fékk kirkjan þessa tilnefningu frá Jóhannesi Páli II páfa, og var tilkynnt af Edward Idris Cassidy kardinála í guðþjónustu í kirkjunni á hátíðinni Kristni í 1000 ár á Íslandi, árið 2000. Kirkjan var lengi vel stærsta kirkja lýðveldisins, þrátt fyrir að þjóðin væri nær öll Lúthersk, eða þangað til Hallgrímskirkja, líka teiknuð af Guðjóni var loksins kláruð 57 árum seinna, árið 1986. Bygging Hallgrímskirkju hófst árið 1945 og er enn lang stærsta kirkjubygging landsins. Land & Saga brá undir sig betri fætinum og heimsótti einu basilikuna í norðanverðri álfunni. Látum myndirnar tala. Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 13/09/2023 : RX1R II, A7R IV : 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G