Einn dagur, allar árstíðir

Einn dagur, allar árstíðir

Það verður skítaveður alla næstu viku í Reykjavík, og á vestur- og suðurlandi, rok, rigning, jafnvel smá snjókoma og kalt. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði í viðtali á RÚV, að líklega yrðu nokkrir orðnir þunlyndir um næstu helgi. Gott veður verður á norður og eystri helmingi landsins. En við íslendingar, og ferðamenn sem hafa pantað far hingað í sumar þurfa ekki að örvænta, samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. Hann segir á Vísi að langtímaspár fyrir sumarið lofi góðu. Í staðin fyrir lægðarbraut verði nærri landinu, eins og fyrra, með tilheyrandi úrkomu, þvælist hingað norður millt loft með sól og sumri, samkvæmt niðurstöðum Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar um langtímaspá fyrir norðanverða Evrópu.

Icelandic Times / Land & Saga fór út í veðrið í dag, til að sjá og spá í veðrabrigðin í höfuðborginni. Svona sýnishorn af öllum árstíðunum á einum degi

Horft út í sortann
Ljósmyndari að fanga fugl, Esjan í bakgrunni
Bessastaðir í skugga, Keilir á Reykjanesi í bakgrunni
Éljagangur við Akrafjall
Borgartúnið í sól og sumri, Hallgrímskirkja til vinstri í vorhreti
Reykjavíkurhöfn

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 21/05/2023 : A7R IV, A7C : FE 1.8/135mm GM, 2.8/21mm Z