Einskismannsland í heiti þessarar viðamiklu sýningar er vísað til hálendis Íslands og hugmynda sem íbúar landsins hafa haldið á lofti um það. Þar er ýjað að fáförnum víðernum og villtri náttúru þar sem áhrifa mannsins gætir varla. Vitanlega hefur afstada fólks tekið miklum breytingum í áranna rás í takt við betri aðgang að svæðinu og margháttaða nýtingu þess. Þrátt fyrir allt má enn í dag greina tilhneigingu til þess að viðhalda ímynd hálendisins sem ósnortins landsvæðis. Í rúma öld hefur einskismannsland birst í verkum myndlistarmanna. Þeir hafa á hverjum tíma endurspeglað þau ólíku viðhorf sem uppi hafa verið um öræfin og jafnframt átt ríkan þátt í að móta þau viðhorf.

Kjarvalsstaðir

Víðerni Íslands koma fram sem viðfangsefni listamanna í rituðu máli áður en þau birtast á mynd, til dæmis í ættjarðarljóðlist nítjándu aldar. Næst í röðinni má segja að hafi verið ljósmyndun og fljótlega fylgdi málaralístin í kjölfarið. Fyrstu ljósmyndararnirferðuðustvíða um landið og tóku myndir af fáförnum stöðum. Þar birtist landið þjóðinni með nýjum hætti, enda beindu þeir linsunni gjarnan að sérstökum náttúrufyrirbærum og landslagi. Öldum saman höfðu víðernin verið mönnum varhugavert svæði sem enginn vogaði sér á nema til að komast á milli staða. Verk hinna fyrstu ljósmyndara vöktu áður óþekktan áhuga og endurspegluðu ný viðhorf. Myndirnar urðu vinsælar og birtust jafnframt í innlendum sem erlendum ferðabókum. Sýn ljósmyndaranna á landið lagði grunn að fyrstu myndrænu kynnum folks af hinni ósnortnu náttúru Íslands. Um leið má segja að upp frá því megi deila um hversu ósnortin hún var; listamenn höfðu sett mark sitt á hana.

Ásgrímur Jónsson (1876-1958) Hlöðufell (án ártals) Listasafn Reykjavikur (eigandi)

Skömmu upp úraldamótunum 1900 fóru listmálararnir Þórarinn B. Þorláksson og Ásgrímur Jónsson hvor í sína ferð upp á hálendi Íslands. Þeir sneru til baka með ímynd af landslagi sem var nánast annars heims. Það var fjarlægt, kyrrt og sveipað dulúð. Fyrstu málverkin sem til eru af landslagi hálendisins eru þannig síður upphafin eða ægifögur. Þau eru miklu fremur raunsæ á sinn hátt því að þau endurspegla þann sess sem víðernin skipuðu meðal landsmanna á þeim tíma. Þangað áttu menn ekki erindi og náttúran þar var mönnum algjörlega framandi.

Þórarinn B. Þorláksson

Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924)

Þórarinn B. Þorláksson

Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924)

Til að byrja með heyrði til undantekninga að listmálarar ferðuðust beinlínis inn á hálendið. Þegar reginfjöll birtast í málverkum í upphafi tuttugustu aldar er það í langflestum tilvikum úr öruggri fjarlægð. Horft er til jökla og inn til öræfanna heiman af bæjarhlaðinu. Þau mynda bakgrunn hinnar dæmigerðu landslagsmyndar sem sýnir blómlegar sveitir og lífvænlegt umhverfi í forgrunni. Listamennirnir sjálfir voru enda fæddir og uppaldir í þessum sömu sveitum.

Ásgrímur Jónsson (1876-1958) er einn brautryðjenda íslenskrar myndlistar og varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlistina að aðalstarfi.

Kristin Jónsdóttir ( 1888- 1959) Námaskarð ( án ártals) Eigandi: Einkasafn þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttir.

Kristin Jónsdóttir sem var fyrst íslenskra kvenna til að gera myndlist að ævistarfi sínu ferðaðist nokkuð í leit að myndefni í landslagsverk sín. Hún og fleiri samtímamenn hennar leituðust við að fanga augna-blikið. Veðurfar og birta skipuðu þar mestan sess, sem og litbrigði náttúrunnar. Með þessum impressjónísku landslagsverkum kom fram persónulegt samband manns og náttúru þar sem landið birtist með nýjum hætti í meðförum hvers einstaklings.

 

Kristín Jónsdóttir (1888 – 1959) Námaskarð 1920

Listamenn máluðu gjarnan úti undir berum himni til þess að taka áhrif umhverfisins beint inn í verkið. Af þeim listamönnum sem máluðu úti á víðavangi er einn kunnastur fyrir þá iðju.

Jóhannes Kjarval. Nótt í Öræfum

Johannes S. Kjarval skipar nokkra sérstöðu meðal listamanna sem tókust á við víðerni landsins. Hann hafði djúpstæða þekkingu og skilning á eðli náttúrunnar og túlkaði hana með persónulegum hætti. Tíminn var mikilvægur þáttur í myndmáli hans, ýmist í einu og sama verkinu eða síendurteknum fyrirmyndum yfir lengri tímabil. Kjarval lék sér ennfremur að því að teygja hugmyndir sínar um landslag með þvíað blanda inn í það fígúrum, kafa undir yfirborðið með nánast ofurraunsæislegum hætti eða framandgera það í táknrænum fantasíum.

Jón Stefánsson

Jón Stefánsson (1881-1962)

Jón Stefánsson

Jón Stefánsson (1881-1962)

Jón Stefánsson (1881-1962) Heiðarvegur 1931. Listasafn Kópavogs, Gerðasafn. Einkasafn Þorvaldar Guðmundsson og Ingibjargar Guðmundsdóttir

Rétt eins og í verkum Kjarvals komu áhrif evrópskra listastefna fram í verkum annarra íslenskra landslagsmálara. Hrjóstrug víðernin voru til að mynda fyrirmynd tilrauna Jóns Stefánssonar með nýstárleg form og mynd-byggingu. Flann sótti sér innblástur á ýmsum stöðum um landið en lét málverkið sjálft óhikað ráða ferðinni. Þannig skáldaði hann ýmislegt, einfaldaði og færði til svo myndin gengi upp.

Júlíanna Sveinsdóttir ( 1881-1962) Eyjajallajökull 1922

Júlíanna Sveinsdóttir ( 1881-1962) Snæfellsjökull 1951.

Júlíanna Sveinsdóttir ( 1881-1962) Eiríksjökull 1922.

Nákvæmir staðhættir viku líka í verkum Júlíönu Sveinsdóttur fyrir löngun til að tjá upplifun af litum og birtu landsins í einföldum formum og skýrri myndbyggingu. Með tímanum dró úr vægi smáatriða í verkum hennar og þau endurspegluðu fremur andrúmsloft.

Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895-1963) Hrímþoka á fjöllum 1953. Ice Mistmin the Mountains. Privat collection.

Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895-1963)

Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895-1963)

Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895-1963)

Guðmundur Einarsson frá Miðdal var mikill fjallagarpur og kannaði áður ótroðnar slóðir upp um fjöll og firnindi. Þaö kvað við nýjan tón í afstöðu hans til landsins. Áhugi á útivist skilaði sér í listsköpun hans þótt yfirleitt ynni hann verkin á vinnustofunni að ferðalokum. Flann sóttist gjarnan eftir að vinna með náttúrukrafta landsins, svo sem ummerki eldsumbrota.jarðhita og jökla. Guðmundur færði iðulega í stílinn og skeytti minna um staðhætti ef það mætti verða til að skapa verk sem gæfi krafta náttúrunnar betur til kynna.

Sveinn Þórarinsson (1899-1977) án titils Öskjusvæðið. Untitled (Askja Area year unkknow.

Sveinn Þórarinsson (1899-1977) Úr kelduhverfi 1934.

Sveinn Þórarinsson deildi áhuga Guðmundar á fjallaferðum og málaði ýmis verk sem sýna hálendislandslag. Öræfin voru þessum listamönnum áskorun og könnunarsvæði en jafnframt endurspegluðu fjallaferðir þeirra tíðaranda sem lagði áherslu á eflingu sálar og líkama með útivist.

Kristinn Pétursson (1896-1981) Landslag 1956. Listasafn Íslands

Finnur Jónsson og Kristinn Pétursson leituðu uppi sérstæð fyrirbæri í íslenskri náttúru, gíga, hveri eða berangur og túlkuðu með tjáningarríkum hætti, sterkum litum og ýktum formum. Þeir unnu jafnframt abstraktverk og voru afar frjálsir í túlkun sinni á náttúrunni.

Finnur Jónsson (1892-1993) Frostastaðaháls 1914

Eftir því sem leið á tuttugustu öld og frumkvöðlar málaralistarinnar höfðu mótað framvindu landslagshefðarinnar dvínaði áhugi listamanna nokkuð á þessu viðfangsefni. Abstraktlistin varð allsráðandi og þótt áhrif frá landi og náttúru kæmu þar vissulega við sögu voru fáir sem unnu markvisst með víðernin. Þau birtust þó hjá stöku listamanni fram eftir öldinni í mismunandi samtali við abstraksjón. Fáir gengu jafn langt í myndrænni einföldun sinni og Stórval. Myndir hans af Herðubreið og útsýninu inn til landsins frá Möðrudal skipta hundruðum. Þær eru hver annarri líkar en bera með sér einlæga ást á viðfangsefninu.

Eiríkur Smith

Eiríkur Smith var fjölhæfur listamaður sem hóf sinn feril í hringiðu abstraktmálverksins. Smám saman breyttust áherslur hans og verkin urðu natúralískari. Hann ferðaðist mjög víða um landið og málaði gjarnan á staðnum með landið fyrir sjónum.

 

Ragnheiður Jónsson Ream (1917-1977) Unerlendi. Lowland 1967

Ragnheiður Jónsson Ream (1917-1977) Grjót. Rock. án ártals. Eigandi Arion Banki.

Ragnheiður Jónsson Ream (1917-1977) Kverkfjöll 1935. MT Kverkfjöll.

Ragnheiður Jónsdóttir Ream kom fram með nýstárlegt sjónarhorn, eins og hún svifi í lágflugi yfir landinu. Hún vann einnig á mörkum hins óhlutbundna en áhrifin frá ómælisvíðáttum landsins eru greinileg.

Þorbjörg Höskuldsdóttir notaði fjarvídd og geómetríu til að ýta undir form og víddir landslagsins. Þar mætast fjöll og firnindi annars vegar og súlnagöng og marmaragólf hins vegar.

 

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir hefur alltíð dvalið mikið á hálendisslóðum og víðáttan skilaði sér strax í hennar fyrstu verkum. Þar er landslagið einfaldað mjög svo eftir stendur nokkurs konar ímynd af sjóndeildarhring, fjalli, sandauðn eða jökulrönd.

Framúrstefnulistamenn sjöunda og áttunda áratugarins sneru bakinu við landslags-hefðinni og beindu sjónum að samfélagi, sögu og tungumáli. Ef hugur þeirra leitaði út fyrir menninguna og nærumhverfið voru kosmískar víddir og heimspekilegar pælingar þeim nærtækari en hálendi islands. Jafnvel þótt alþjóðleg hreyfing landlistar ryddi sér til rúms skilaði hún sér ekki hingað til lands en ætla mætti að víðernin hefðu verið tilvalinn vettvangur slíkra tilrauna. Ákveðið kynslóðabil hafði myndast. Unga fólkið var borgarbörn sem bar engar sérstakar taugar til lands-byggðarinnar, sveitanna eða hálendisins. Alþjóðleg vitundarvakning um umhverflsmál og áhrif manna á náttúruna skilaði sér hingað til lands í umræðu um uppblástur og landgræðslu. Hugmyndin um að island væri að stórum hluta manngerð eyðimörk kom fram á sjónarsviðið. Stöku rofabarð birtist á myndlistarsýningum en eyðilegt landslag óbyggðanna var fáum innblástur til listsköpunar.

Aftur voru það ljósmyndarar sem áttu frumkvæðið að því að endurnýja áhuga fólks á einskismannslandinu. Þeirtóku að birta myndir í blöðum og bókum af fáförnum slóðum á hálendinu. Staðhættir og örnefni skiptu að þessu sinni minna máli því að jarðfræðileg form, veðrun, birta og veðurfar var þeim yrkisefni. Ljósmyndirnar sýndu land sem var ólíkt því sem folk átti að venjast og það birtist á ný sem ókannað og framandi. Á svipuðum tíma tók fólk að gefa landinu gaum í gegn um sjónvarpsefni. RÚV flutti óbyggðirnar heim í stofu landsmanna með myndum og frásögnum sem greyptust inn ívitund nýrra kynslóða. Íslensk kvikmyndagerð ýtti svo enn frekar undir endurreisn viðhorfa til víðernanna undir lok tuttugustu aldar. Áhugi almennings á svæðum utan við alfaraleiðjókst og fólk varð áhugasamara um sérstöðu landslags og náttúru hálendisins þótt það hefði sjálft aldrei ferðast þangað.

Hafnarhús

Frá upphafi 21. aldar hefur hálendið komið við sögu hjá fjölmörgum myndlistarmönnum, ólíkt því sem var á árunum þar á undan. Sumir hafa tileinkað feril sinn úrvinnslu þessa viðfangsefnis. Áherslum listamanna má skipta eftir leiðum sem vissulega skarast með ýmsum hætti. Tilhneigingin til skrásetningar er ríkjandi, par sem þeir rannsaka, greina, mæla og skoða í senn landið sem slíkt, sögu þess og nýtingu. Þá eru margir listamenn drifnir áfram af löngun til að vernda víðernin fyrir óafturkræfu raski og beita listsköpun sinni að því marki. Þar hefur tíðarandinn sannarlega breyst á einni öld; áður stóð mönnum stuggur af hálendinu en nú ógnar maðurinn tilvist þess. Loks eru víðernin orðin að nokkurs konar rannsóknarstöð listamanna sem skoða tengsl manns og náttúru og líta á öræfin sem auðlind nútímamannsins í leit að sjálfum sér og endurnýjaðri jarðtengingu.

Hubert Nói

Þótt listamenn hafi fáir lagt leið sína á hálendið á seinni hluta 20. aldar voru aðrir þar á ferli. Víðernin voru kortlögð í þaula með tilliti til hugsanlegrar virkjunar fallvatna og jarðhitasvæða til orkuframleiðslu. Metnaðarfullar hugmyndir komu sumar til framkvæmda og samtímis varð sú vitundarvakning meðal landsmanna sem fyrr var lýst. Gildismat þjóðarinnar gagnvart landslagi hálendisins tók stakkaskiptum. Ungir listamenn, Hubert Nói og Georg Guðni, sem störfuðu við vatnamælingar og dvöldu langdvölum í óbyggðum heilluðust af umhverfinu. Þeir túlkuðu upplifun sína með nýstárlegum hætti sem segja má að hafi verið viðsnúningur á landslagshefðinni eins og hún hafði þróast í málverkum. Minna máli skipti að fanga landslagið og útsýnið á meðan tilfinningin fyrir landinu varð yfirsterkari. Sú kennd vísaði inn á við par sem skynjun, upplifun og minni listamannsins opnaði áhorfendum enn aðra staðar- og rýmistilfinningu íómælisvíddum öræfanna. Angi af þess konar hugarlandslagi birtist einnig íverkum Katrínar Sigurðurdóttur sem hefur skapað aðstæður sem undirstrika að upplifun manna er einstaklingsbundin. Landslag er hugarsmíð hvers og eins í síendur nýjuðu sambandi manns og náttúru.

Áhuginn á skrásetningu og mælingu landsins kann að hafa sprottið upp úr þeirri vitneskju fólks að hin ósnortna náttúra væri ekki eilíf og óhagganleg. Vegagerð, virkjanir og önnur mannvirkjagerð gat gjörbreytt landslaginu og þar með kynni eitthvað að glatast sem áður hafði verið tekið sem sjálfsögðum hlut. Kristinn E. Hrafnsson var snemma á ferð með mælistikuna og kortlagði í upphafi tíunda áratugarins yfirborð stærstu stöðuvatna landsins. Þá þegar voru mörg þeirra orðin hluti af stýrðu, manngerðu landslagi þar sem orkustöðvar við útfall vatnanna ráða um-fangi þeirra. Kortlagning er einnig lykilþáttur í listsköpun Einars Garibalda sem styðst við söguleg landakort af íslandi þar sem því er skipt upp í hluta. Með uppbroti og víxlun landshlutanna minnir listamaðurinn á að því nákvæmari og margháttaðri mynd sem við eigum af landinu, þeim mun flóknara verður fyrir hvert okkar að sjá það eins og það er með eigin augum.

Anna Líndal

Í verkum Önnu Líndal og Unnars Arnar velta þau fyrir sér landmælingum, hvort með sínum hætti. Allt frá því að Anna hóf leiðangra sína með Jöklarannsóknarfélaginu fyrir tveimur áratugum hefur hún beint sjónum að því hvernig maðurinn skrásetur, vaktar og mælir víðernin. Oft er hún á slóðum þar sem viðfangsefni vísindamanna er land í mótun eða beinlínis nýtt og áður ókannað land sem komið hefur upp í eldgosum eða undan hopandi jöklum. Ljósmyndaröð hennar sýnir ólíkan tækjakost á ýmsum stöðum sem skrásetur breytingar í landslaginu með sjálfvirkum og stafrænum hætti. í verki sínu er Unnar Örn einnig á slóðum vísindamanna inni á hálendinu en þeir voru um og yfir heilli öld fyrr á ferðinni. Fyrstu ljósmyndir af íslenskum víðernum voru teknar í leiðöngrum danskra og íslenskra könnuða um svipað leyti og listamenn hófu að fanga þau. Þar er landið skoðað með augum rannsakandans og landkönnuðarins. Myndirnar sýna fjölbreytt náttúrufyrirbæri og til þess að gera áhorfandanum betur grein fyrir myndefninu er manneskja fengin til þess að standa einhvers staðar og gefa þannig til kynna hlutföll í landslaginu.

Hlutföll manns og víðerna verða afstæð í ljósmyndum Péturs Thomsen. Um árabil skrásetti hann stærstu framkvæmdir íslandssögunnar sem tengdust smíði Kárahnjúkavirkjunar. Stórar ljósmyndir hans sýna umbreytingarferli þar sem menn og vinnuvélar móta hina stórskornu og villtu náttúru. Framkvæmdin vakti miklar deilur í samfélaginu, mun víðtækari heldur en í tengslum við fyrri virkjanir inni á hálendinu. Þar var hlutur listafólks áberandi en það reis upp til varnar náttúrunni, ekki aðeins í verkum sínum heldur með beinum aðgerðum og þátttöku í almennri umræðu. Ljósmyndarar birtu myndir af svæðunum sem til stóð að raska og lístamenn leiddu þar um hópa folks í gönguferðum og gjörningum. Athygli almennings var vakin á sérstöðu hins fáfarna og ósnortna lands. Ósk Vilhjálmsdóttir var ein þeirra sem dvaldi langdvölum upp undir jökli á svokölluðum Kringilsárrana sem hvarf undir uppistöðulón virkjunarinnar. Hún heimsótti svæðið á ný áratug síðar og fór fótgangandi og hlaupandi í kring um lónið. Upplifun sína festi hún á filmu og notaði sem efnivið í viðamikla innsetningu.

Rúrí hefur endurspeglað náttúruverndarbaráttuna í fjölmörgum verkum sínum. Fossar hafa verið helsta táknmynd hennar, þeir standa fyrir ótamið náttúruafl sem laskast eða hverfur við virkjun. Hún hefur skrásett fallvötnin, ljósmyndað, kvikmyndað, tekið hljóðupptökur og loks miðlað með ýmsum hætti í verkum sínum og innsetningum. Rétt eins og Rúrí var Steinunn Gunnlaugsdóttir sýnileg í mótmælunum gegn Kárahnjúka-vírkjun þar sem þær stóðu fyrir beinum aðgerðum og listrænum gjörningum. Í nýju verki dregur hún upp mynd af nútímamanninum sem er sítengdur stafrænum veruleika þar sem heimsmyndin er öll komin á sama plan. Þeirri mannlegu þörf sem náttúruleg víðerni hálendisins kunna að hafa svarað er nú fullnægt í sýndarheimi. Þeim heimi er viðhaldið með sömu orkunni og virkjuð er á kostnað umhverfisins.

Mörk hins manngerða og náttúrulega eru mjög á reiki í allri umræðu samtímans um öræfi Íslands. Rök hafa verið færð fyrir því að hvergi sé ósnortinn blettur þar sem áhrifa mannsins gætir bæði í mannvirkjagerð en einnig óbeint ítengslum við hina svokölluðu mannöld. Hekla Dögg Jónsdóttir hefur í verkum sínum skoðað eðli upplifunar, einkum hrifnæmis. Þar leikur hún sér með endurgerð fyrirbæra sem hafa óumdeilanleg áhrif á okkur, eins og náttúrulegur foss. Með því að endurskapa hann í sýningarsal með stuðningi ljósa og hljóðs kallar hún fram hughrif hjá áhorfendum. Þau vega salt á milli minninga um hið náttúrulega fyrirbæri og skynjunar augnabliksins gagnvart eftirmyndinni.

Á sama hátt vinnur Ragna Róbertsdóttir með mörkin á milli náttúrulegs umhverfis og manngerðs. Hún sækir efnivið beint í náttúruna og meðhöndlar þannig að hún geti notað hann í verkum sínum. Hún sníður verk sín markvisst að sýningarrýminu og setur þannig upplifun áhorfenda á staðnum í forgang. Um leið fylgir kynngimagn efnisins inn í verkið auk sögulegrar tilvísunar þegar ákveðin eldstöð er tilgreind í heiti þess.

Ólafur Elíasson nálgast öræfi islands í gegn um ljósmyndaraðir þar sem hann fangar mis-munandi sýnishorn af afmörkuðu náttúrufyrirbæri, brýtur upp stóra landslagsheild í nokkrar einingar eða skoðar eitt og sama fyrirbærið yfir tiltekinn tíma. Jöklar og jökulár birtast í verkum hans sem síbreytileg náttúrufyrirbæri og minna áhorfendur á þá umbreytingarferla sem eru í umhverfi okkar og hvernig skynjun okkar lagar sig stöðugt að nýjum aðstæðum. Breytileiki umhverfisins kemur bersýnilega í ljós í ljósmyndaverkum Hallgerðar Hallgrímsdóttur sem hefur notast við fundnar myndir í list sinni. Hún safnar skjáskotum af eftirlitsmyndavélum sem eru víða um land til þess að fylgjast ýmist með ástandi fjallvega eða mögulegum jarðhræringum virkra eldstöðva. í myndum hennar birtist enn ný tenging íbúa landsins við óbyggðir sem er frábrugðin afstöðu fyrri tíma og byggist á breyttum tíðaranda og tækniþróun.

Einar Falur Kerlingafjöll, 2012. Sýningunni Einskismansland 2018

Sem ungur maður fylgdi Einar Falur Ingólfsson afa sínum í fjárrekstur upp á Kjöl. Þar fékk hann beint í æð tengingu fyrri kynslóða við óbyggðir. Um leið upplifði hann öræfin með afstöðu nútímamannsins sem er meðvitaður um þau ólíku viðhorf sem ríkja til þeirra. Sem ljósmyndari hefur hann um árabil ferðast um hálendið í leit að fólki sem sækir þangað á eigin forsendum. Hann hittir fyrir einstaklinga sem hver og einn hefur sínar væntingar og skynjar umhverfið á persónulegan hátt. (ljósmyndaverkunum sjáum við þetta folk en líka ummerki þess, þau spor sem bað skilur eftir sig. Myndirnar endurspegla ofurhversdagslegar þarfir eins og húsaskjól, fararskjóta, salernisaðstöðu og matarföng – allt frammi fyrir ægifögru umhverfi öræfanna. Sú líkamlega tenging við náttúruna sem birtist íljósmyndum Einars Fals kemur fram með eilítið öðrum hætti í myndbandsverki Sigurðar Guðjónssonar. Þar er hann staddur í gljúfri þar sem ummerki um steypta stíflu eru sjáanleg en hún er löngu brostin og áín flæðir óhindrað fram. Manneskja fetar sig eftir gamla stífluveggnumframog tilbaka í hríðarveðri. Það er eins og varpa megi öllum pælingum um margháttað samband manns og (ó)snortinnar náttúru á þennan náunga sem þarna reikar um íhálfgerðri óvissu.

Ríkir þar fegurðin ein?

Áhrifa mannsins gætir um allt hálendi islands enjafnframt endurspeglar listasaga heillar aldar að áhrifin sem hálendið hefur á manninn eru óumdeilanleg. Í skáldsögu Halldórs Kiljans Laxness, Heimstjós (1937-40) um skáldið og sveitarómagann Ólaf Kárason er lýst leit hans að fegurðinni: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, enjörðin fær hlutdeild íhimninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Er það raunverulega svo að náttúran og landslagið séu heimkynni fegurðar og í hverju felst þá sú fegurð? Hvar kemur manneskjan inn í það mengi eða á hún ekkert erindi inn á einskismannsland? Nýstárleg og afar sérstök afstaða samtímans gagnvart óbyggðum Íslands birtist í dægurmenningu síðustu ára. Kvikmyndagerðarmenn hafa í æ ríkari mæli sóst eftir því að nota íslenska náttúru sem bakgrunn í fantasíur sem eiga að gerast á öðrum plánetum eða í kjölfar meiriháttar hörmunga. Hvað segir þetta okkur um afstöðu samtímans til náttúrunnar – er hún okkur enn jafn framandi og fjarlæg og hún var þeim listamönnum sem fönguðu hana fyrst fyrir rúmri öld? Það sýnir sig í verkum þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni að tengsl okkar við víðernin eru breytileg og að á hverjum tíma takast á ólík viðhorf. Þau eru þó alltaf til staðar sem hluti af lífinu í landinu og móta sjálfsmynd okkar. Þau hafa staðið fyrir lífsháska og ógn, upphafna fegurðarþrá, þjóðernislega ættjarðarást, ævintýramennsku og könnunarþorsta, orku og hagsæld, ímyndarsköpun og landkynningu, hvíld og endurnæringu, innblástur ímyndunaraflsins og svo mætti lengi telja. Höldum áfram að horfa til fjalla og láta hugann reika.

a