Ekki hundi út sigandi

Ekki hundi út sigandi

Það var hvasst í höfuðborginni í dag, þegar myndirnar voru teknar í dag milli 15 og 16 var meðalvindur í höfuðborginni 56 km / 35 mi, og vindhviður í allt að 95 km / 59 mi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Stætó hefur fellt niður margar ferðir út á land í dag, meðal annars allar ferðir til Akureyrar, og til Keflavíkurflugvallar. Hvassast á landinu í dag hefur verið undir Hafnafjalli, rétt sunnan við Borgarnes, í Blönduhlíð, sunnan Varmahlíðar í Skagafirði og auðvitað á veðurstöðinni á Hvammi undir Eyjafjöllum, milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal. Hvammur er hvassasti staður landsins, yfir árið.

Jan frá Hollandi lét hvassviðrið ekki stoppa sig við Gróttu. Betra að vera í hífandi roki en heima í útgöngubanni. Þar byrjar 3 vikna útgöngubann vegna Covid á morgun.

 

Hundur Jójó viðraður á Ægissíðunni. Það var varla stætt þarna við sjóinn.

Reykjavík / Seltjarnarnes 13/11/2021 15:14 & 15:59 – A7R IV : FE 1.8/135mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson