Elsta matvörubúðin í Reykjavík

Það eru 90 ár síðan sunnlendingurinn Jón Jónsson úr Rangárvallasýslu stofnaði verslunina Rangá á Hverfisgötunni í Reykjavík árið 1931. Verslunin flutti síðan árið 1948, fyrir rúmlega 70 árum í Skipasund, í Laugarneshverfinu og er þar enn. Það er þriðja fjölskyldan sem nú rekur verslunina, en Rakel Ólafsdóttir og Bjarni Þór Logason keyptu verslunina fyrir tveimur og hálfu ári síðan. „ Hér fæst allt til daglegra nota, þetta er reddingabúð fyrir fólkið í hverfinu.“ segir Bjarni Þór í samtali við Icelandic Times. Verslunin er opin í 12 tíma á dag, alla daga vikunnar, frá klukkan 10 á morgnanna til 22 á kvöldin.

Kaupmaðurinn á horninu, annar eigandanna, Bjarni Þór Logason bak við búðarborðið í Rangá, elstu matvörubúð höfuðborgarinnar.

Hér í Skipasundi er verslunin Rangá búin að vera í yfir 70 ár.

Reykjavík 08/11/2021 10:42 & 10:51 – A7C : FE 2.5/40mm G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson