Hvernig skyldu strákunum okkar ganga á EM í ár? Ekki laust við að þessi spurning hafi bankað á huga margra þessa fyrstu daga ársins þegar undirbúningurinn er á fullu og EM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki rétt að fara að byrja. Það er bara þannig að þegar íslenska handboltalandslið karla er um að ræða þá virðist þetta koma langflestum landsmönnum að einhverju leyti við og allir finnast þeir eiga svolítið í þessu liði. Enda hefur það oftar en ekki verið sagt að ef að það er eitthvað sem virkilega sameinar landsmenn þá eru það strákarnir okkar í handboltanum. Knattspyrnuliðið okkar hefur verið að gera það gott síðustu árin og sameinaði það heldur betur þjóðina þegar Ísland tók þátt í EM og HM í knattspyrnu í fyrsta skipti. .

En handboltaliðið er alltaf í eldlínunni og hefur farið á næstum hvert stórmót í mörg ár, hvort sem það er HM, EM eða Ólympíuleikar. Íslenska handboltaliðið telst til þeirra bestu í heiminum og hefur verið það lengi. Það eru viss kynslóðaskipti sem liðið er að ganga í gegnum um þessar mundir, en þetta lítur bara mjög vel út og er ekki annað að sjá en að góð samblanda af eldri og reynslumeiri mönnum með þeim yngri sem hafa verið að koma inn í hópinn upp á síðkastið, virki bara mætavel. Reynslan og getan í þeim eldri í bland við eldmóðinn og kraftinn í þeim yngri.

Read More