Esjan okkar

Hinu megin við Kollafjörð, norðan við Seltjarnarnes, þar sem höfuðborgin Reykjavík liggur, ásamt samnefndu sveitarfélagi vestast á nesinu, er fjallið Esja, 914 m (2999 ft) hátt. Sannkallað bæjarfjall sem skýlir höfuðborginni fyrir kaldri norðanáttinni. Esja er líklega skýrð eftir írskri konu, sem kom um landnám í Kollafjörð, líklega með landnámsmanninum Örlygi  Hrappssyni sem reisti fyrstu kristnu kirkjuna á íslandi að Esjubergi undir suðvesturhlíðum fjallsins. Hann kom frá Suðureyjum (Innse Gallá á gelísku: Hebrides á ensku) í Skotlandi. Fjallið er ekki bara fallegt, þúsundir ferðamanna leggja leið sína á hverju ári upp fjallið, flestir frá botni Kollafjarðar við skógræktina við Mógilsá. Stærsti hluti Esjunnar er í bæjarlandi Reykjavíkur. Það andaði köldu í höfuðborginni í dag, en Esjan skartaði sínu fegursta í vetrarsólinni. Enda bæjarprýði Reykjavíkur.

Horft frá Laugarnesi í Reykjavík, yfir sundin blá að upplýstri Esjunni, Viðey á milli

Viðey með Esjuna í bakgrunni

Horft yfir Elliðaárdal að Efra-Breiðholti, Esjan í bakgrunni

Síðan ein frá því í sumar. Tekin rétt upp úr klukkan 3 um morgun í byrjun júlí á Sæbraut. Norðarsólin lýsir upp himininn, og teiknar útlínur Esjunnar fullkomleg