Eyja á þurru landi

Hjörleifshöfði á Mýrdalssandi, rétt austan við Vík í Mýrdal var eitt sinn eyja. Nú eru rúmir 2 km til sjávar, því þegar eldfjallið Katla gýs, sem er norðvestan við Hjörleifshöfða, bera Kötluhlaup með sér gífurlegt magn af sandi og aur úr Mýrdalsjökli, niður sandana, sem veldur þessum miklu landbreytingum sem hafa orðið á svæðinu. Síðast þegar Katla gaus, árið 1918 varð til Kötlutangi sunnan við Hjörleifshöfða. Hefur hann nú verið syðsti oddi Íslands síðan. Áður var Dyrhólaey, rétt vestan við Vík syðsti punktur Íslands. Hjörleifshöfði er kenndur við Hjörleif Hróðmarsson, fósturbróður Ingólfs Arnarssonar fyrsta landnámsmannsins. Þeir urðu viðskila á leið sinni til Íslands, og Ingólfur hafði vetursetu í Ingólfshöfða, í Öræfasveit, undir Öræfajökli, meðan dvaldi Hjörleifur í Hjörleifshöfða. Um vorið drápu írskir þrælar Hjörleifs, hann og hans menn, en tóku konur og börn með sér og flúðu til Vestmannaeyja, sem sjást vel í vesturátt úr höfðanum. Ingólfur elti uppi þessa vestmenn, og drap þar. Hélt hann síðan áfram vestur og settist að í Reykjavík. Búið var í og við Hjörleifshöfða til ársins 1936.

Horft af Kerlingardalsheiði yfir Múlakvísl að Hjörleifshöfða

Hjörleifshöfði og Mýrdalssandur að vetri

Horft á vesturhlíðar Hjörleifsshöfða

A7C – A7R IV :  FE 1.8/20mm G – FE 1.8/135mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson