Fagur dagur

Fagur dagur

Ísland varð fullvalda þjóð, þann 1 desember árið 1918. Danir viðurkenndu þá að við værum frjálst ríki, en að þeir myndu sjá um utanríkismál og jafnframt að danski konungurinn væri þjóðhöfðingi þjóðarinnar. Ísland var síðan sjálfstæð þjóð, þann 17 júní árið 1944, þá var Danmörk hernumin af Þjóðverjum. Lítið var um hátíðahöld fyrir 103 árum þegar við verðum fullvalda. Fimbulkuldi var ekki bara þennan dag, heldur er þetta einn allra kaldasti vetur sem hefur mælst á Íslandi, kallaður frostaveturinn mikli. Seint í október, þegar eldfjallið Katla var að gjósa sínu stóra eldgosi barst spænska veikin til landsins, drepsótt sem lagði um og yfir 500 íslendinga til dauða. Þar af helmingin í Reykjavík. Sóttin stóð sem hæst einmitt um mánaðamótin nóvember, desember, þegar við hefðum átt að fagna þessum merku tímamótum í sögu landsins, því var lítið um hátíðahöld.

Árið 1918 voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu rúmlega 18 þúsund. Nú eru þeir ríflega 240 þúsund. Hér er horft yfir Skuggahverfið í norðurátt. Engey fyrir miðri mynd, Akrafjall til vinstri, fjallið Esja til hægri.
Landsfeðurnirnir árið 1918, myndu ekki þekkja miðbæinn í dag. Reykjavík var í þá daga, bara pínulítið sjávarþorp á norðanverðu Seltjarnarnesi. Hér er horft í vestur yfir miðborgina úr Hallgrímskirkjuturni  nú í hádeginu.

Reykjavík 01/12/2021 11:59 – A7C : FE 2.5/40mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson