Snæfell milli Gráfellshnjúka og Nálhúshnjúka suður af Snæfelli

Fallegt fjall

Ef gengið væri til kosninga, hvað væri fallegasta fjall landsins, þá myndi Snæfell, drottning austfirskra fjalla örugglega skora hátt. Sérstaklega hjá íbúum Austurlands. Snæfell er hátt fjall, 1.833 metrar, og hæsta fjall landsins utan Vatnajökuls. Þetta forna eldfjall varð til fyrir um 500 þúsund árum, og hefur verið að hlaðast upp síðan. Þótt langt sé síðan fjallið gaus síðast telja jarðfræðingar að Snæfell sé enn virkt eldfjall. Það er ekki mikill gróður í kringum fjallið, enda stendur það hátt, norðaustan við Vatnajökul, en á sumrin iðar náttúran af lífi, við Snæfell. Þarna er aðal heimkynni hreindýra stofnsins, og rúmlega tuttugu fuglategundir verpa á svæðinu, mest álftir og heiðargæsir. Frá ferðafélagsskála við fjallið er ágæt 14 km löng gönguleið á fjallið, má reikna með átta klukkutíma göngu, fram og til baka. Snæfell er í Vatnajökulsþjóðgarði.

Miðnætursól við Snæfell
Við Sandfell, Vatnajökull í fjarska
Austurhlíðar Snæfells
Ljósurðarjökull í Snæfelli
Haustbirta á hálendinu, Snæfell á miðri mynd
Snæfell frá Vesturöræfum

Snæfell 02/12/2024 : A7R III, A7R IV  – FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/20mm G, FE 1.4/85mm GM, FE 2.8/90mm G, FE 1.2/50mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson