Hafnarborg Sýning

Far og Þögult vor

Opnun nýrra sýninga

Laugardaginn 18. janúar kl. 15

Laugardaginn 18. janúar kl. 15 opna tvær nýjar sýningar í Hafnarborg. Í aðalsal Hafnarborgar er það sýningin Þögult vor, með verkum eftir myndlistarkonurnar Herttu Kiiski, Katrínu Elvarsdóttur og Lilju Birgisdóttur, í sýningarstjórn Daríu Sólar Andrews. Í Sverrissal er það svo sýningin Far, þar sem sýnd verða verk Þórdísar Jóhannesdóttur í samtali við verk Ralphs Hannam. Sýningarnar eru báðar hluti af dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands

Far-Þórdís-Jóhannesdóttir

Á Þöglu voru kalla Lilja Birgisdóttir, Hertta Kiiski og Katrín Elvarsdóttir fram ljúfar og hlýjar tilfinningar gagnvart náttúrulegu umhverfi okkar, illa vanræktu og á barmi glötunar. Í von um að ná að vekja tímabæra virðingu fyrir viðkvæmu ástandi hins hrörnandi heims einbeita þær sér að fegurðinni í því fundna, sem fær þannig að ganga í endurnýjun lífdaga. Andspænis hnattrænni hlýnun beita þessir þrír listamenn bæði ljósmyndamiðlinum og næmri, efnislegri nálgun við umhverfi sem þarfnast jafnt athygli og alúðar.

Þórdís Jóhannesdóttir og Ralph Hannam koma að ljósmyndun um óhefðbundnar leiðir. Þórdís er myndlistarmaður sem notar ljósmyndina sem sinn miðil, án þess að leggja áherslu á tæknina. Ralph var áhugaljósmyndari og af þeim verkum sem varðveitt eru eftir hann má sjá að hann nálgast ljósmyndun sem leið til listrænnar sköpunar. Samspil verka þeirra er sannfærandi og óþvingað en formið er viðfangsefni þeirra beggja. Það sjónræna samtal sem fer fram á sýningunni á uppruna sinn í
umhverfinu – hversdagsleikanum – og minnir okkur á að fegurðin getur búið víða.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Frekari upplýsingar veita:
Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, s. 585 5791
Hólmar Hólm, kynningarfulltrúi, s. 585 5793
Daría Sól Andrews, sýningarstjóri, s. 699 6949