Ferðamannastraumur

Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands var að birta, er bjart framundan í ferðaþjónustu. Gistinætur á hótelum á Íslandi í mars í fyrra (2021) voru 49.700, og voru íslendingar 82% hótelgesta. Í ár voru gistinæturnar 310.000 og voru íslendingar einungis 24% hótelgesta. Rúmanýting á hótelum landsins fór úr 11% í 44% frá því sama mánuði árinu á undan. Bókunarstaðan á hótelum fyrir sumarið er mjög góð, en hátt í 70% af gistingu er þegar bókuð. Eins hafa bílaleigur keypt rúmlega eitt þúsund bílaleigubíla á fyrstu þremur mánuðum ársins, meðan þær keyptu einungis 300 nýja bílaleigubíla allt árið í fyrra.

Það eru til hótel af öllum gerðum, og öllum verðflokkum á Íslandi. 

Hótel Borg við Austurvöll, er fyrsta alvöru hótel landsins, byggt árið 1930, af Jóhannesi Jósefssyni glímukappa, sem meðal annars keppti á Ólympíuleikunum árið 1908.

Reykjanes / Reykjavík 11-12/04/2022  20:12 – 07:49 : A7RIV – A7C : FE 1.8/20mm G  – FE 1.8/14mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson