Fimm spurningar, engin svör

 

Ráðhús Reykjavíkur, sem er áberandi á myndinni, var tekið í notkun árið 1994. Húsið var hannað af Stúdíó Granda, Margréti Harðardóttur og Steve Christer.

 

Horft er úr Hallgrímskirkjuturni í vesturátt yfir miðbæinn og alla leið út á Seltjarnarnes. Hér koma fimm spurningar, þar sem þú getur leikið þér að því hvað þú þekkir vel til í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins. 1. Hvað heitir vitinn á myndinni? 2. Hvað heitir gatan fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur þar sem strætisvagninn er? 3. Hvað heitir spítalinn á myndinni? 4. Við sjáum eitt bíó, sem er reyndar leikhús sem stendur við Tjörnina, hvað heitir það? 5. Hver teiknaði Dómkirkjuna á myndinni?

 

Reykjavík  11/10/2021 14:41 – A7R IV : FE 5.6/200-600 G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson