Fjórir fallegir fossar

Ísland er land fossa. Þeir eru alls staðar og margir hverjir á óvenjulegum stöðum, eins og Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti, eða Brúarárfoss í Brúará. Margir fjölsóttir eins og Gullfoss, Goðafoss, Seljalandsfoss og Skógafoss. En hver er fallegastur fossinn í landinu? Stórt er spurt. Held að engin geti svarað þessari spurningu. En… þetta eru fjórir uppáhalds fossarnir mínir, í hverjum landshluta. 

Austurland : Klifbrekkufossar í Mjóafirði, hér sjáum við bara fjóra af sjö fossum Klifbrekkufossa

Norðurland : Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum í Öxarfirði, myndin tekin um miðnætti í lok júní

Vesturland / Vestfirðir : Dynjandi í Arnarfirði

 

Suðurland : Gljúfrabúi undir Hamragarðsheiði

Ísland : A7R IV, RX1R II, A7R III – FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson