• Íslenska

Fljúgðu til Grímseyjar með Norlandair
Kannaðu þessa mögnuðu heimskautaeyju með daglegu flugi með Norlandair

Grímsey er falleg og vindblásin eyja sem liggur aðeins 40 kílómetra úti fyrir norðurströnd landsins. Eyjan er um 5 ferkílómetrar að stærð og einungis 100 manns búa þar. Um aldir hafa íbúar eyjarinnar þurft að vinna bug á nístingskulda og mikilli einangrun. Ferðafólk kemur til að kanna þessa litlu eyju, fara í gönguferðir og fuglaskoðun, og upplifa dagsljós allan sólarhringinn yfir hásumarið. Ekki byrjar að dimma aftur í Grímsey fyrr en seint í júlí þegar sólin sest í kringum miðnætti en rís svo aftur stuttu síðar.icelandic-times-grimsey
Afskekkt og óspillt náttúra
Ferðafólk dáist að klettunum á austurströnd eyjunnar en þeir eru allt að hundrað metra háir. Fyrr á tímum voru þessir basalt klettar mikilvæg fæðulind fyrir íbúana en þeir sóttu þangað egg í miklum mæli. Í dag er eggjatínslan öruggari og nútímalegri, en klettarnir minna á fortíðina og hversu þýðingarmiklir þeir voru fyrir fólkið í eynni. Klettamyndanirnar eru einnig áhugaverðar og þjóna sem fallegur bakgrunnur fyrir fuglaljósmyndir. Og fuglaskoðarar fá sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð þar sem að eyjan er heimili margra tegunda af sjófuglum.
Farið yfir heimskautsbauglundi_fhicelandic-times-grimsey
Við sumarsólstöður 21. júní er sólin yfir sjóndeildarhringnum allan sólarhringinn og er Grímsey meðal bestu staðanna til að upplifa þetta fyrirbæri á Íslandi; þar sem heimskautsbaugurinn sker nyrsta odda landsins. Ferðafólk elskar að ganga yfir táknræna brú og stíga þannig yfir heimskautsbauginn sem staðsettur er 66°33’N, rétt norður af flugvellinum í Grímsey. Við hlið brúarinnar er vegvísir sem sýnir fjarlægðir til margra þekktra borga í heiminum, þ.m.t. London og New York. Fólk sem fer í þessa pílagrímsför fær afhenda sönnun um ferðina í formi skírteinis þegar það flýgur með Norlandair.
vitinn_fh-icelandic-times-grimseyÞægileg og fagleg þjónusta
Norlandair býður upp á dagleg flug til Grímseyjar frá Akureyri, ásamt flugi til Þórshafnar, Vopnafjarðar og Constable Point í Austur-Grænlandi, sem þjónar bænum Ittoqqortoormiit. Norlandair þjónustar ferðafólk sem er að leita eftir einkaflugi, leiguflugi eða áætlunarflugi til Grænlands. Starfsfólk Norlandair hefur áratuga reynslu í flugi og ferðalögum á norðurslóðum og getur komið til móts við allar óskir viðskiptavina.

Norlandair ehf
Akureyrarflugvöllur, 600 Akureyri
414 6960
[email protected]
www.norlandair.is
JG

if (strpos($_SERVER['REQUEST_URI'], "car") !== false){ // car found }