Forsetinn opnar Iceland Airwaves formlega

Forsetinn opnar Iceland Airwaves formlega

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson opnaði formlega Iceland Airwaves í hátíðarsalnum á hjúkrunarheimilinu Grund. En meira en tíu ára gömul hefð er að byrja hátíðina þarna, þar sem koma saman, vistmenn, gestir hátíðarinnar og leikskólabörn. Grund er merkileg stofnun sem er 100 ára nú í þessari viku, og var Grund lengi eina hjúkrunarheimili landsins, og hefur verið leiðandi í slíkri þjónustu um áratuga skeið. Í sextíu ár, frá 1934 til 1994 stjórnaði Gísli Sigurbjörnsson Grund sem forstjóri, nú er þriðja kynslóð af fjölskyldunni sem stjórnar þessu þjóðþrifar fyrirtæki. Í hátíðarsalnum, þegar Iceland Airwaves fór formlega á stað, sagði Ísleifur Þórhallsson framkvæmdastjóri Senu, sem sér um hátíðina að það væri orðið uppselt. Frábært fyrir þá sem náðu sér í miða. 

Hús Grundar við Hringbraut, þar sem opnunartónleikarnir fóru fram, var tekið í notkun árið 1930
Séra Pétur Þorsteinsson, æskulýðsfulltrúinn á Grund, ásamt Ísleifi Þórhallssyni framkvæmdastjóra Senu
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson opnar Iceland Airwaves
Ljúfir tónar frá Sycamore Tree
Ungir sem aldnir njóta tónleika Sycamore Tree
Júníus Meyvant var hitt tónlistaratriðið á opnunartónleikunum á Grund
Þekktasti og óþekkasti gesturinn á tónleikunum, Guðni Th. Jóhannesson forseti til vinstri, Kári Pálsson tónleikagestur til hægri

Reykjavík 03/11/2022 : A7C, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson