Framtíðin er Kára

Kári Egilsson hélt útgáfutónleika á NASA við Austurvöll, þar sem þessi tvítugi tónlistarmaður fagnaði útkomu sinnar fyrstu breiðskífu, Palm Trees In The Snow. Frábær popp plata, og ekki voru tónleikarnir síðri, magnaðir í fullum tónleikasal. Kári stundar nú nám vestur í Boston í Bandaríkjunum, og er í ár handhafi bandarísku ASCAP hvatningarverðlaunanna fyrir ung tónskáld og lagahöfunda. Áfram Kári. 

 

Kári Egilsson

Flottir tónleikar & salur

Frá tónleikunum á NASA

Frá tónleikum Kára á NASA

Gítarinn þaninn

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 11/05/2023 : A7R IV, A7C : FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM