Franska gatan í Reykjavík

 

Franska gatan í Reykjavík

Frakkastígur er ein af fallegri götum miðborgarinnar, þar sem hún liggur í norður frá Skólavörðustíg / Hallgrímskirkju og niður að sjó. Við sitthvorn enda götunnar eru listaverk, styttan af Leifi Eiríkssyni stendur efst á Skólavörðuholtinu, og Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar stendur í fjörunni við Sæbraut. Verkið bar sigur úr býtum í samkeppni um útilistaverk í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar árið 1986. Verkið var vígt árið 1990. Frakkastígur dregur nafn sitt af frönskum timburhúsum sem voru flutt frá Austurstræti árið 1901, þegar gatan varð til. Neðst á Frakkarstíg reistu frönsk útgerðarfélög spítala árið 1902, þar er nú starfræktur tónmenntaskóli. Á árunum 1830 til 1914 sóttu Frakkar mikið á íslandsmið til þorksveiða. Talið er að um 4000 franskir sjómenn hafi misst lífið við þessar veiðar á þessari tæpu öld sem þeir voru hér.

Reykjavík 17/09/2021 16:35 : A7R IV : FE 1.2/50 GM

Reykjavík 17/09/2021 16:35 : A7R IV : FE 1.2/50 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson