Fyrsti maí 

Í hundrað þrjátíu og þrjú ár hefur fyrsti maí verið haldin hátíðlegur sem alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Það var í París árið 1889, sem fulltrúar vinstra manna hittust til að minnast hundrað ára árstíðar frá því að Parísarbúar tóku Bastilluna, þennan dag árið 1789. Á fundinum var ákveðið að þessi dagur yrði helgaður verkalýðnum og verkalýðsbaráttu.  Í dag fjölmenntu höfuðborgarbúar niður á Ingólfstorg til að njóta dagsins, hlusta á ræður og tónlist. Í Reykjavík var safnast saman á Hlemmi, og gengið niður Laugaveg undir undirleik tveggja lúðrasveita til að byggja upp stemmingu í góðviðrinu. En það var ekki bara í Reykjavík sem fólk gekk kröfugöngur, þær voru haldnar á þrjátíu bæjum og sveitarfélögum um allt land, í sátt og samvinnu við ASÍ, Alþýðusamband íslands. Vegna Covid er þetta í fyrsta skipti síðan 2019, sem hátíðarhöld hafa verið haldin hér á landi.

Lúðrasveitin blæs í horn, á horni Bankastrætis og Lækjargötu, Stjórnarráðið, skrifstofa Forsætisráðherra í bakgrunni

 

Lúðrarsveit Verkalýðsins tekur sólarsamba á Ingólfstorgi

Eins og sjá má var fjölmenni á Ingólfstorgi

 

Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður landsins flutti tvö lög á fundinum í dag

Reykjavík 01/05/2022 13:57 – 14:51 : A7R III, A7R IV, RX1R II – FE 1.4/24mm GM – FE 1.2/50mm GM – 2.0/35mm Z

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson