Gata sendiráðanna

Á korti af Reykjavík frá árinu 1801, sést í fyrsta skipti móta fyrir Túngötu, sú gata liggur sunnan við býlið Landakot og er merkt sem ,,leiðin til apótekarans“ sem staðsettur var í Nesstofu vestast á Seltjarnarnesinu. Landakot, sem stendur á samnefndri hæð, norðan og vestan við Reykjavíkurtjörn er selt Kaþólska trúboðinu árið 1860. Söfnuðurinn byggir litla kirkju á Landakotstúni við Túngötu árið 1897, og er í notkun til 1929 þegar Kristskirkja, teiknuð af Guðjón Samúelssyni er vígð. Það er árið 1848 sem Rosenörn stiftamtmaður gefur út tilskipun að götur Reykjavíkur skyldu fá nöfn. Landakotsstígur fær þá formlegt nafn, Túngata. Gatan liggur frá horni Aðalstrætis og Suðurgötu, við Fógetagarðinn í austri og vestur að Bræðraborgarstíg. Við götuna, sem er rétt rúmlega 600 metra löng, standa hvorki fleiri né færri en sjö sendiráð, ein kirkja, einn spítali, einn skóli og fjöldi íbúðarhúsa. Sendiráðin við götuna eru það Finnska, Grænlenska, Fæeyska, Franska, Rússneska, Indverska og það Kanadíska. 

Túngata er nokkuð algengt götunafn, því hvorki fleiri né færri en í sautján bæjum á landinu má finna Túngötu. 

Marteinn Meulenberg, Biskup 1929-1941 við Kristskirkju

Skúli fógeti í Fógetagarðinum, þar sem Túngata byrjar

Austasti hluti Túngötu, hús Hjálpræðishersins á miðri mynd

Kænugarður og Grænlenska sendiráðið

Vestasti hluti Túngötu, Landakotsskóli fyrir miðri mynd

Landakotsskóli

köttur á Landakotstúni, Kristskirkja í bakgrunni

María Mey fyrir utan Landakotsspítala

Finnska sendiráðið við Túngötu

 

 

Reykjavík 19/06/2023 : A7C, RX1R II : 2.8/21mm Z, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson