Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 36% í desember 2015
Gistinætur á hótelum í desember voru 181.900 sem er 36% aukning miðað við desember 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 89% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 44% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 3%.

 

Gistinætur á hótelum í desember voru 181.900 sem er 36% aukning miðað við desember 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 89% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 44% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 3%.

Flestar gistinætur á hótelum í desember voru á höfuðborgarsvæðinu eða 146.600 sem er 35% aukning miðað við desember 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 19.300. Erlendir gestir með flestar gistinætur í desember voru; Bretar með 61.100, Bandaríkjamenn með 36.200 og Þjóðverjar með 12.100 gistinætur.

Á tólf mánaða tímabili janúar til desember 2015 voru gistinætur á hótelum 2.815.900 sem er 22% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

47% nýting herbergja á hótelum í desember 2015
Nýting herbergja var best á höfuðborgarsvæðinu í desember eða um 66%.

Gistinætur á hótelum
  Desember   Janúar -Desember   
  2014 2015 % 2014 2015 %
             
Alls 133.344 181.871 36 2.307.314 2.811.893 22
Höfuðborgarsvæði 108.765 146.580 35 1.554.147 1.855.612 19
Suðurnes 6.768 7.847 16 109.684 131.458 20
Vesturland og Vestfirðir 2.456 2.774 13 100.742 126.108 25
Norðurland 3.559 4.475 26 165.851 188.037 13
Austurland 610 895 47 78.910 105.061 33
Suðurland 11.186 19.300 73 297.980 405.617 36
             
Íslendingar 21.400 20.780 -3 339.168 316.669 -7
Erlendir gestir 111.944 161.091 44 1.968.146 2.495.224 27

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.