Hendrikka Waage

Glæsileg íslensk skartgripahönnun

Hendrikka Waage, hönnuður, kynnir skartgripi og list

Hendrikka Waage er hönnuður afar glæsilegrar skartgripalínu, Baron, sem samanstendur af hringum, eyrnalokkum og hálsmenum. Fínleg en jafnframt flókin smáatriði silfurs og gulls í bland við smágerða steina eru áberandi í hönnuninni og gefa tígulegt yfirbragð, enda skartgripirnir ætlaðir nútímalegum og fáguðum konum.Við hönnun Baron-línunnar leitaði Hendrikka innblásturs í fjölskyldusögu sína og þá helst til erfðagrips, karöflu, sem hefur gengið á milli margra kynslóða. Karaflan var í eigu athafna- og tónlistarmannsins Baron Charles Francois Xavier Gauldree Boilleau, sem bjó á Íslandi um aldamótin 1800. Líkt og baróninn sjálfur er hönnunin sveipuð fínlegri dulúð sem og tignarleika.

Að sækja innblástur frá heiminum

Verandi íslensk, fædd og uppalin í Reykjavík, er Hendrikka vön náttúrufegurð hins kröftuga, fallega og andlega umhverfis Íslands. En verk hennar og stíll takmarkast ekki við Ísland. Það mætti frekar segja að hönnun hennar væri undir áhrifum þeirra landa þar sem hún hefur búið og starfað, þar á meðal Rússlands, Japans og Bandaríkjanna. Sem stendur skiptir Hendrikka tíma sínum á milli Íslands og Englands. Hún elskar ensku sveitina jafnt sem hina klassísku borg London, sem nú er heimili hennar. „England er heimili mitt, það er þar sem ég bý, en Ísland er alltaf í hjarta mínu enda eru rætur mínar þar,“ segir Hendrikka.

Hendrikka waage

Frumraun nýrrar listar

Auk töfrandi skartgripi sína hefur Hendrikka málað röð portretta með kröftugum skilaboðum. Verkin eru andlitsmyndir kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa aðeins eitt eyra. „Mótífið er opið fyrir túlkun, en ein túlkunin er sú að í heimi nútímans, með innstreymi upplýsinga sem koma úr öllum áttum, þarftu ekki að hlusta á allt,“ sagði Hendrikka. Andlitsmyndirnar heiðra þannig konur sem hafa farið sína eigin leiðir í lífinu frekar en að fylgja þeim hefðbundnu. „Í rauninni má segja að mótífið sé opið fyrir takmarkalausa möguleika túlkunnar frá einum áhorfanda til þess næsta,“ sagði hún.

Hendrikka waage

Skapandi bakgrunnur

Hendrikka hefur lært teikningu og málun um ævina, innblásin af móður sinni sem nú er látin, og málaði einnig frá unga aldri. „Heimili okkar var mjög listrænt. Ég byrjaði sem skartgripahönnuður svo allt sem viðkemur hönnun og sköpun hefur verið mér eðlislægt,“ segir Hendrikka. „Ég byrjaði að mála þessar persónur sem ég kalla „Dásamlegar verur“ eftir nám í London Academy of Arts, þar sem kennarinn minn sagði að málverkin mín væru í stíl ólíku nokkru öðru og hvatti mig því til að fylgja þeim eftir.“ Hendrikka notar marga líflega liti þar sem hún trúir því að ríkir litir auðgi líf okkar. Hún notar blandaðan miðil, olíu, olíupastel og jafnvel grafík í verkum sínum.

Breikkar viðskiptasvið sitt

Í gegnum tíðina hefur Hendrikka fengið afar jákvæðan fréttaflutning í öllum helstu tísku- og lífsstílstímaritum í Bretlandi, þar á meðal Vogue, Elle, Glamour og Hello. Í samvinnu við hönnunarmerkið Kötlu kynnir Hendrikka með stolti takmarkað upplag og ávöxt samvinnu þeirra – Katla X Hendrikka – af „Wonderful Beings“ bolum og hettupeysum, einungis til sölu á katla.com. Peysurnar og bolirnir standa fyrir valdeflingu kvenna um allan heim.