Gleðidagur

Gleðidagur

Gleðigangan, réttindaganga hinsegin fólks hefur verið haldin annan laugardag í ágúst í Reykjavík frá árinu 2000. Gangan í ár var víst sú fjölmennasta, enda óvenju gott veður, og hinsegin fólk og þeirra vinir og velunnarar hafa ekki getað haldið gönguna tvo ár í röð vegna samkomutakmarkanna vegna Covid-19. Gangan er hluti af Hinsegin dögum, sem er vikan á undan þar sem réttindi og réttindaleysi þessa fólks er í brennidepli. Icelandic Times, Land & Saga brá sér í miðbæinn, til að mynda og upplifa stemninguna, sem var auðvitað lituð af góða veðrinu og umræðu síðustu missera. Í ár fór gangan frá Hallgrímskirkju efst á Skólavörðuholtinu niður Skólavörðustíg og Bankastræti, suður Lækjargötu og var endaði í Hljómskálagarðinum þar sem fjölskyldutónleikar voru haldnir.

Gleðigangan í Reykjavík 2022
Gleðigangan í Reykjavík 2022
Gleðigangan í Reykjavík 2022
Gleðigangan í Reykjavík 2022
Gleðigangan í Reykjavík 2022
Gleðigangan í Reykjavík 2022

Reykjavík 06/08/2022 : A7C, RX1R II : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson