Gleðilegt… sumar

Besta veðrið á Íslandi í sumar verður á Fáskrúðsfirði og í Landsveit á Suðurlandi. Þetta voru einu staðirnir á landinu í byggð, þar sem fraus saman sumar og vetur. En íslensk þjóðtrú segir að það viti á gott sumar þegar sumar og vetur frjósa saman. En sumarið heilsaði með hlýindum, á Austfjörðum fór hitinn upp í 17°C á nokkrum stöðum í dag, sem er óvenju hár hiti hér á landi í apríl. Í gamla norræna tímatalinu var árinu skipt í tvö hluta, vetur og sumar. Sumardagurinn fyrsti er almennur frídagur á Íslandi og ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu 19.-25. apríl. Icelandic Times / Land & Saga óskar lesendum sínum gleðilegs sumars og takk fyrir veturinn. 

Einstaklega gott veður var í Reykjavík á sumardaginn fyrsta; enda margmenni í miðbænum eins og hér á Austurvelli

Um allt land voru viðburðir og skemmtanir, eins og hér í Hörpu, en þar var haldin tónlistarhátíð fyrir börn á öllum aldri

Í góðviðrinu er gróður farinn á taka við sér, eins og hér í Hljómskálagarðinum við Reykjavíkurtjörn

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 20/04/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z