Góður Gangur Helga

,, Við Rakel, konan mín tókum lauslega saman verðmætin á gjöfinni til Listasafns Íslands, eitt hundrað milljónir, til eða frá „. Segir Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður sem gaf þjóðinni á annað hundrað listaverk eftir erlenda listamenn sem hafa sýnt verk sín á Gallerí Gangi. ,,Ætli þetta séu ekki um 420 sýningar sem ég hef haldið á Ganginum, galleríi sem ég stofnaði fyrir 43 árum.“ Galleríið er elsta einkarekna gallerí landsins sem starfað hefur samfellt frá stofnun. En Gangurinn hefur alla tíð verið rekið á heimili Helga, en fyrsta sýningin var sýning Hreins Friðfinnssonar For the Time Being, snemma árs árið 1980. ,,Langflestir sýnendur eru erlendir listamenn, og sumir mjög þekktir á alþjóðavísu. Það fór það orð á galleríinu í byrjun, sérstaklega í Sviss, að allir sem sýndu á ganginum yrðu heimsfrægir, enda satt.“ Sagði Helgi og hló. Helgi segist hafa leitast við að sýna verk listamanna sem vinna við og með aðra strauma en tíðkast hér heima. Ofurraunsæi, ný-súrrealisma, hugmyndalist, geometríu og auðvitað töfraraunsæi. Listamenn eins og svisslendinginn Martin Disler sem sýndi fyrstur erlendra listamanna í Ganginum fyrir 43 árum. Síðan má nefna Sigrid Sandström, Jenny Watson, Karin Kneffel, Milan Kunc, Stephen McKenna, John Zürier og Urs Luthi. 

Dalamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson er einn af okkar allra fremstu myndlistarmönnum, fæddur fyrir 70 árum í Búðardal í Dalasýslu. Nam myndlist, fyrst í Reykjavík og þaðan fer hann til náms til Den Haag og síðan til Maastricht í Hollandi árin 1976 til 1979.  Helgi Þorgils er einn af sköpurum nýja-málverksins sem skekur íslenskan tónlistarheim fyrir rúmri hálfri öld. Nú stendur yfir á Listasafni Íslands, sýning á gjöf þeirra hjóna, Helga Þorgils og Rakelar, sýning sem Vigdís Rún Jónsdóttir er sýningarstjóri að, sýningin stendur til fjórða júní.

Helgi Þorgils Friðjónsson

Hjónin, gefendurnir á sýningunni

Sýningin Gallerí Gangur í 40 ár

Frá sýningunni Gallerí Gangur í 40

Helgi á Ganginum á Listasafni Íslands

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

17/03/2023 : A7C, A7RIV : FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM